Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 17:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Perla Sól Íslandsmeistari í stelpuflokki!!!

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR er Íslandsmeistari í stelpuflokki 14 ára og yngri.

Perla Sól sigraði með miklum yfirburðum í sínum aldursflokki, en hún er aðeins 12 ára ung og á enn tvö ár eftir í þessum aldursflokki.

Íslandsmeistaraskorið var glæsilegt hjá Perlu Sól; 15 yfir pari, 228 högg (78 79 71) – sérstaklega skorið á lokahringnum – slétt par, flott 71 högg, sem var besta skorið í stelpuflokki.

Helga Signý Pálsdóttir, GR varð í 2. sæti og Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS í 3. sæti.

Alls tóku 19 keppendur þátt í þessum aldursflokki.

Sjá má heildarúrslitin í stelpuflokki 14 ára og yngri á Íslandsmóti unglinga í höggleik hér að neðan:

1 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 5 0 F 15 78 79 71 228
2 Helga Signý Pálsdóttir GR 12 14 F 48 92 84 85 261
3 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 17 12 F 55 94 91 83 268
4 Karen Lind Stefánsdóttir GKG 16 12 F 63 92 101 83 276
5 Auður Bergrún Snorradóttir GA 22 23 F 65 91 93 94 278
6 Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir GKG 22 16 F 66 89 103 87 279
T7 Berglind Erla Baldursdóttir GM 19 13 F 71 97 103 84 284
T7 Sara Kristinsdóttir GM 18 20 F 71 91 102 91 284
9 Birna Rut Snorradóttir GA 21 17 F 73 101 97 88 286
10 Ester Amíra Ægisdóttir GK 20 21 F 81 96 106 92 294
11 Kara Líf Antonsdóttir GA 20 22 F 83 99 104 93 296
T12 Lana Sif Harley GA 28 21 F 88 107 102 92 301
T12 Halla Stella Sveinbjörnsdóttir GKG 22 30 F 88 98 102 101 301
14 Vala María Sturludóttir GL 25 25 F 89 108 98 96 302
15 Dagbjört Erla Baldursdóttir GM 28 23 F 96 111 104 94 309
16 Heiða Rakel Rafnsdóttir GM 28 33 F 107 108 108 104 320
17 Eva Kristinsdóttir GM 27 35 F 123 123 107 106 336
18 María Rut Gunnlaugsdóttir GM 28 37 F 135 122 118 108 348
19 Eydís Arna Róbertsdóttir GM 28 47 F 138 118 115 118 351