Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 17:30

GH Íslandsmeistarar í 3. deild karla

Golfklúbbur Húsavíkur (GH) tryggði sér sigur í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba en keppt var á Húsatóftavelli í Grindavík. GH leikur því í 2. deild að ári.

Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) lék til úrslita um sigurinn.

Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa sigrað Golfklúbb Hveragerðis (GHG) í leik um þriðja sætið.

Golfklúbburinn Geysir (GEY) féll í 4. deild.

Alls tóku 8 lið þátt og má sjá heildarúrslitin hér að neðan: