Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2019 | 07:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (5): Eva María Íslandsmeistari í telpuflokki 15-16 ára

Eva María Gestsdóttir, GKG, sigraði í telpuflokki 15-16 ára á Íslandsmóti unglinga sem fram fór á Leirdalsvelli hjá GKG.

Eva María sigraði með ellefu högga mun og var sigur hennar því nokkuð öruggur.

María Eir Guðjónsdóttir úr GM varð önnur.

Bjarney Ósk Harðardóttir úr GR varð síðan í bronssætinu.

Sjá má heildarúrslitin í telpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga 2019 hér að neðan:

1 Eva María Gestsdóttir GKG 8 3 F 25 78 86 74 238
2 María Eir Guðjónsdóttir GM 14 7 F 32 80 87 78 245
T3 Bjarney Ósk Harðardóttir GR 12 6 F 36 82 90 77 249
T3 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 9 15 F 36 76 87 86 249
5 Katrín Sól Davíðsdóttir GM 17 14 F 38 78 88 85 251
6 Auður Sigmundsdóttir GR 14 12 F 50 83 97 83 263
7 Katrín Hörn Daníelsdóttir GKG 19 27 F 64 83 96 98 277
8 Laufey Kristín Marinósdóttir GKG 17 17 F 75 96 104 88 288