Arna Rún Kristjánsdóttir, GM. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún varð T-40 í Indiana

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, tók þátt í Ulndy Fall Invitational, en mótið fór fram í Prairie View golfklúbbnum í Carmel, Indiana, dagana 8.-10. september 2019.

Arna Rún lék sem einstaklingur í mótinu og tók því ekki þátt í liðakeppninni með liðsfélögum sínum í Grand Valley State.

Arna Rún lauk keppni fyrir miðju, en þátttakendur voru alls 85 og Arna Rún T-40.

Skor Örnu Rún var samtals 20 yfir pari, 236 högg (84 76 76). Hún var á 3. besta skorinu af liði sínu þ.e. lék betur en 3 leikmenn sem þátt tóku í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Ulndy Fall Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Örnu Rún og Grand Valley State er í heimaríkinu, Michigan 28. september n.k.