Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-8 og Vikar T-46 e. 1. dag í Kentucky
Birgir Björn Magnússon, GK og Vikar Jónasson, GK spila báðir með liði Southern Illinois. Fyrsta mót þeirra á haustönn er 2019 Murray State Invitational, sem fram fer á Miller Memorial golfvellinum í Murray, Kentucky, 9.-10. september 2019 og lýkur mótinu því í dag. Þátttakendur eru 95 frá 17 háskólum. Birgir Björn er búinn að spila fyrstu 2 hringina á samtals 139 höggum (67 72) og er T-8. Vikar hefir spilað á samtals 148 höggum (74 74) og er T-46. Birgir Björn og Vikar spila í B-lið Southern Illinois og eru í 5. sæti í liðakeppninni. A-lið skóla þeirra er í 2. sæti og svo ófyndið sem það er, er að Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Casey?
Enski kylfingurinn Paul Casey sigraði á Porsche European Open, móti sl. viku á Evróputúrnum. Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í poka hans þegar hann sigraði á mótinu: Dræver: TaylorMade M4, (10.5°), Mitsubishi Diamana D+ Limited 70 TX. Brautartré: TaylorMade M1, (15°), Mitsubishi Diamana D+ 80 TX Limited. Járn: Mizuno MP-25 (3), Mizuno JPX919 Hot Metal Pro (4), Mizuno MP-5 (5-PW), Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120 X. Fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (52°, 56°), Titleist Vokey Tour Prototype (60°), Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120 TX. Pútter: Titleist Scotty Cameron Circle T 350-SSS Bolti: Titleist Pro V1.
Guðrún Brá m/nýtt vallarmet
Íslandsmeistarinn í höggleik, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, setti nýtt vallarmet af rauðum teigum á Hólmsvelli í Leiru, 68 glæsihögg!!! Fyrra vallarmet áttu þær Heiða Guðnadóttir, GM og Þórdís Geirsdóttir, GK. Metið setti Guðrún Brá í Ljósanæturmóti Hótel Keflavíkur & Diamond Suites, sem fram fór sunnudaginn 8. september sl. Á hringnum góða fékk Guðrún Brá 5 fugla og 1 skolla (fuglarnir komu á 6., 15. 16. 17. og 18. holu) en skollinn á par-4 2. holuna. Í punktakeppnishlutanum sigraði heimamaðurinn Róbert Örn Ólafsson, fékk 44 glæsipunkta í mótinu! Þátttakendur, sem luku keppni í voru 115. Veitt voru ýmis verðlaun m.a. nándarverðlaun og verðlaun fyrir flestar 7-ur og 8-ur. Sjá má að heimamenn voru Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes (á 65!) í 9. sæti e. 1. dag á Pawley´s Island
Jóhannes Guðmundsson, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Stephen F Austin State University taka þátt í Golfweek Program Championship. Mótið fer fram í Caledonia Golf & Fish Club á Pawley’s Island, S-Karólínu, dagana 9.-10. september. Þátttakendur í mótinu í karlaflokki eru 82 frá 15 háskólum. Eftir fyrstu tvo hringina er Jóhannes einn í 9. sæti; búinn að spila á samtals 4 undir pari, 136 höggum (71 65), sem er stórglæsilegt, einkum 2. hringurinn upp á 65 högg!!! Á þeim hring fékk Jóhannes 7 fugla og 2 skolla! Sjá má stöðuna hjá Jóhannesi og félögum með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Saga T-14 og Andrea T-56 á Branch Law Firm í NM
Bandaríska háskólagolfð er hafið að nýju. Að þessu sinni spila tveir íslenskir kvenkylfingar með liði Colorado State: Saga Traustadóttir, GR og Andrea Bergsdóttir, GKG. Og báðar stóðu sig vel á fyrstu tveimur hringjunum í opnunarmóti Colorado State í haust: Branch Law Firm/Dick McGuire mótinu. Mótið fer fram á UNM Championship golfvellinum, í Albuquerque, New Mexikó, dagana 9.-10. september og lýkur á morgun. Þátttakendur í Branch Law Firm/Dick McGuire mótinu eru 87 frá 15 háskólum. Eftir fyrstu 2 hringina er Saga T-14 búin að spila á samtals sléttu pari, 144 höggum (73 71). Andrea hefur spilamennsku sína í bandaríska háskólagolfinu með glæsibrag er T-56 á 7 yfir pari, 151 höggi (74 77). Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake í 9. sæti á Redbird Inv.
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Redbird Invite, sem var fyrsta mót skólans nú í haust. Mótið fór fram dagana 8.-9. september 2019 og lauk því í kvöld. Þátttakendur voru 96 frá 17 háskólum. Sigurlaug Rún varð T-56 í einstaklingskeppninni með skor upp á 19 yfir pari, 234 högg (77 82 76). Drake háskólalið Sigurlaugar Rún varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Redbird Invite með því að SMELLA HÉR:
Kvennalandsliðið 50+ endaði í 13. sæti á EM 2019
Kvennalandslið Íslands skipað leikmönnum 50 ára og eldri keppti á Evrópumótinu sem fram fór í Búlgaríu. Keppnin fer fram dagana 3.-8. september á Black Sea Rama Golf & Villas í Búlgaríu og lauk því í gær. Liðið var þannig skipað: Þórdís Geirsdóttir (GK), María Málfríður Guðnadóttir (GKG), Ásgerður Sverrisdóttir (GR), Ragnheiður Sigurðardóttir (GKG), Anna Snædís Sigmarsdóttir (GK) og Svala Óskarsdóttir (GR). Lokakeppnisdagur: Ísland lék gegn Sviss í leik um 13. sætið. Ísland sigraði 3-2. María Málfríður Guðnadóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir sigruðu í fjórmenning á 23. holu eða á 5. holu í bráðabana. Svala Óskarsdóttir tapaði 3/1, Þórdís Geirsdóttir tapaði 1/0, Ásgerður Sverrisdóttir sigraði á 21. holu eða á 3. Lesa meira
Fyrsti útisigur bandarísks Walker Cup liðs í 12 ár!!!
Bandaríska Walker Cup liðið vann óvænt og sögulegan sigur í gær, sunnudaginn 8. september á Royal Liverpool. Bandaríska liðið vann 8 af 10 tvímenningsleikjum dagsins og náði að eyða forskoti liðs Evrópu eftir fjórmenning og tvímenninga laugardagsins. Þetta er fyrsti útisigur bandarísks Walker Cup liðs frá árinu 2007. Lið Bandaríkjanna var undir 7-5 eftir laugadaginn en fékk síðan pepp-ræðu elsta leikmannsins í liðinu og þess eina sem spilaði aftur með liðinu, Steward Hagestad. Hagestad sagði m.a. að það hvernig leikmennirnir spiluðu á sunnudeginum yrði minnst það sem eftir væri ævi allra. „Ef þið spilið áhugamannagolf og viljið í atvinnumennskuna þá er Walker Cup á markmiðalistanum og það skiptir ekki máli Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Grímur Þórisson – 9. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Grímur Þórisson, GR og GÓ. Grímur er fæddur 9. september 1965 og á því 54 ára afmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Grím Þórisson með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Grímur Þórisson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir, 9. september 1951 (68 ára); Sigrún Helga Diðriksdóttir, 9. september 1958 (61 árs); Hugh Grant, 9. september 1960 (59 ára); Þórunn Sif Friðriksdóttir, GE 9. september 1971 (48 ára); Rós Magnúsdóttir, 9. september 1973 (46 ára); Signý Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Vince Covello (5/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira










