Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2019 | 09:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: 6 íslenskir kylfingar reyna f. sér í dag

Það eru 6 íslenskir kylfingar sem hefja keppni á úrtökumóti fyrir Evróputúrinn í Fleesensee í Þýskalandi í dag.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Fleesensee golfvellinum með því að SMELLA HÉR: 

Þetta eru þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK; Bjarki Pétursson GB;  Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Þeir eiga rástíma (að íslenskum tíma) sem hér segir:

Andri Þór Björnsson og Ragnar Már Garðarsson kl. 6:50.
Axel Bóasson kl. 7:00.
Rúnar Arnórsson kl. 7:10.
Aron Snær Júlíusson kl. 7:50.
Bjarki Pétursson kl. 8:00.

Fylgjast má með gengi íslensku strákanna á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Um 20% keppenda má þessu 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evróputúrinn komast upp á næsta stig. Þátttakendur í Fleesensee eru 84, en annað úrtökumót er haldið í Svíþjóð og þátttakendur þar 57. Þannig má búast við að efstu 17 komist upp úr úrtökumótinu í Þýskalandi en 11 úr úrtökumótinu í Svíþjóð.