Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 07:15

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Axel bestur af íslensku kylfingunum 6 í Þýskalandi

Axel Bóasson, GK, lék best á 1. hring af íslensku kylfingunum 6, sem reyna fyrir sér í 1. stigs úrtökumótinu í Göhren-Lebbin á Fleesensee vellinum í Þýskalandi.

Sjá má kynningu Golf 1 á Fleesensee vellinum með því að SMELLA HÉR: 

Axel er T-3 eftir 1. dag þ.e. deilir 3. sætinu með 6 öðrum kylfingum, sem allir léku á 2 undir pari, 70 höggum.

Aðeins 17 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Hinir 5 íslenku kylfingarnir stóðu sig með eftirfarandi hætti:

Andri Þór Björnsson, GR, T-17 á sléttu pari, 72 höggum

Bjarki Pétursson, GB,  T-17 á sléttu pari, 72 höggum

Aron Snær Júlíusson, GKG, T-27, á 1 yfir pari, 73 höggum

Rúnar Arnórsson, GK, T-27, á 1 yfir pari, 73 höggum

Ragnar Már Garðarsson, GKG, T-56, á 4 yfir pari, 76 höggum.

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu í Fleesensee eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: