Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2019 | 08:00

2-hanska Gainey handtekinn f. að falast eftir vændiskonu

Fyrrum sigurvegari á PGA Tour, tveggja hanska Tommy Gainey var handtekinn 8. desember sl. fyrir að falast eftir þjónustu vændiskonu. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gainey með því að SMELLA HÉR:  Hann lenti á lögreglukonu, sem þóttist vera vændiskona og allt var tekið upp þegar hann var að semja við hana um endurgjald fyrir þjónustu hennar upp á $60.  Upptakan lenti síðan í höndum TMZ sjónvarpsstöðvarinnar og var sjónvörpuð um öll Bandaríkin. Sérlega bagalegt fyrir Gainey, sem er kvæntur maður og á börn, 11 og 5 ára og býr í frekar litlum bæ Hartsville, í S-Karólínu. Upptakan var hluti af aðgerðaráætlun lögreglunnar í Polk County í Flórída, sem gekk undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 70 ára merkisafmæli í dag. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist og skyldi við Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (48 ára); Vignir Þór Birgisson 15. desember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2019 | 09:30

Forsetabikarinn 2019: Tiger um ósk Ancer að spila við sig: „Hann fékk það sem hann vildi!“

Mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer sagði í sl. mánuði á  Mayakoba Golf Classic að sig langaði til að spila á móti Tiger Woods í Forsetabikarnum. Þessi ósk virtist nógu meinlaus á sínum tíma, hver vill jú ekki spila við eða á móti Tiger Woods? „Ég myndi vilja spila á móti Tiger (Woods),“ sagði Ancer. „En sannleikurinn er sá að markmið okkar er að gera allt sem við getum til þess að sigra. Að sigra í tvímenningnum myndi vera svo sérstakt, þannig að við þurfum að reyna að vinna bikarinn.“ Fyrirliði Alþjóðaliðsins, Ernie Els, tók þá ákvörðun að setja Ancer í fyrstu viðureignina. Tiger svaraði með því að setja sjálfan sig á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2019 | 09:00

Forsetabikarinn 2019: Els tapar enn einu sinni f. Tiger – Það er sárt!

Þegar Tiger Woods sigraði eins og frægt er á Opna bandaríska 2000 þá var það Ernie Els sem lét í minni pokann fyrir honum. Els var þá beðinn um komment, þar sem hann var í 2. sæti. Tiger átti 15 högg á hann og sló met Tom Morris á mesta mun milli 1. og 2. sætis í risamóti. Els sagði við það tækifæri: „Ef Old Tom Morris og Tiger Woods myndu spila saman núna myndi Tiger vinna hann með 80 högga mun. Hey, þessi náungi (Tiger) er ótrúlegur. Mig skortir orð. Látið mig í friði.“ Els hefir sjaldnast unnið þegar Tiger Woods er annars vegar. Tiger hefir sigrað Els í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2019 | 08:30

Forsetabikarinn 2019: Fyrstu orð Tiger e. sigurinn!!!

Matt Kuchar setti niður 5 feta (u.þ.b. 2 metra) fuglapútt á 17. holunni í leik sínum gegn Louis Oosthuizen og tryggði liði Bandaríkjanna 1/2 stigið sem þörf var á til þess að sigra í Forsetabikarnum á Royal Melbourne. Kuchar var skiljanlega í 7. himni þegar hann fór yfir á 18. holu. Aðrir liðsfélagar hans, sem lokið höfðu leikjum sínum föðmuðu hvern annan en allt loft var úr vonsvikna Alþjóðaliðinu. Sjónvarpsupptökuvélum og míkrófóni var troðið í andlitið á fyrirliða Bandaríkjamanna, Tiger Woods og hann beðinn um fyrstu orð eftir sigurinn. „Okkur tókst þetta saman,“ sagði Tiger með tárin í augunum. „Við komum hingað sem liðsheild. Liðsfélagar mínir og strákarnir mínir spiluðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2019 | 08:00

Forsetabikarinn 2019: Lið Bandaríkjanna sigraði 16-14!!!

Fyrir lokahringinn og tvímenningsleikina 12 var staðan 10-8 Alþjóðaliðinu í vil. Alþjóðaliðið var búið að vera í forystu alla keppnina … en lið Bandaríkjanna tók þetta á lokasprettinum – Lokastaðan var 16-14 liði Bandaríkjanna í vil!!! Bandarískur sigur eftir mikla dramatík!!! Bandaríkjamenn unnu 6 af 12 lokatvímenningsleikjunum lokadaginn; héldu jöfnu í 4 viðureignum en  Alþjóðaliðið vann aðeins 2 viðureignir. Spilandi fyrirliði liðs Bandaríkjanna, golfgoðsögn í lifanda lífi, Tiger Woods vann sína viðureign gegn Abraham Ancer 3&2. Patrick Reed vann loks 1. viðureign sína í keppninni – orðinn vanur öllum andstyggilegheitunum í sinn garð af hálfu ástralskra golfáhanganda – Hann lagði C.T. Pan 4&2. Aðrir sem unnu sínar viðureignir fyrir lið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (50)

Einn á ensku: The club pro was rude. When he beat you on the golf course, he not only took your money, he then told you everything you did wrong and suggested that you would never be able to hit the ball out of your own shadow. One of the members had enough, so he bought a gorilla and trained it to play golf. He then set up a game with the pro — $1000 a side with automatic presses. The day of the match arrived and all parties were ready. The first hole was a 575-yard par-5. The pro teed off splitting the fairway some 270 yards out. The Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Grétar Daníelsson – 14. desember 2019

Það er Guðjón Grétar Daníelsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðjón Grétar fæddist í Kópavoginum 14. desember 1964 og á því 55 ára afmæli í dag. Hann er bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Úthlíð þar sem hann varð m.a. klúbbmeistari árið 2012. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Guðjóns Grétars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðjón G. Daníelsson (55 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Unnur Jónsdóttir, 14. desember 1940 (79 ára); Jane Crafter, 14. desember 1955 (64 ára); Prjónaeitthvað Og Leikir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2019 | 14:00

Forsetabikarinn 2019: Mágur Reed rekinn!

Kessler Karain er ekki aðeins kylfusveinn bandaríska kylfingsins umdeilda, Patrick Reed heldur einnig mágur hans. Reed er kvæntur systur Karain, Justine Karain. Patrick Reed hefir væntanlega ekki náð að einbeita sér í Forsetabikarnum, vegna óstöðvandi hrópa golfáhangenda, sem kasta hæðniskveðjum á þennan óvinsælasta kylfing golfíþróttarinar (Reed). Fyrir lokadag keppninnar er hann sigurlaus í þessari Forsetabikarskeppni. Og Kessler Karain fékk nóg – hann réðist að einum golfáhangandanum, sem honum fannst of ósvífinn í garð Patrick Reed og var fyrir vikið rekinn úr keppninni – þannig að nú eru ástralskir golfáhangendur búnir að hafa kylfusveininn af Reed líka. Á pokanum á morgun hjá Reed, þegar hann mætir C.T Pan í tvímenningnum verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2019 | 09:00

Forsetabikarinn 2019: Staðan 10-8 f. Alþjóðaliðið e. 3. dag

Þriðja degi Forsetabikarsins er nú lokið – staðan er 10-8 Alþjóðaliðinu í vil. Eftir 2. dag var staðan 6.5 g. 3.5 Alþjóðaliðinu í vil. Bandaríska liðinu hefir tekist að minnka muninn milli liðana í 2 stig frá þeim 3 sem munaði milli liðanna eftir 2. dag. Í fjórboltaleikjum morgunsins unnu Rickie Fowler og Justin Thomas þá Li Haotong og Marc Leishman 3&2. Justin Thomas er búinn að standa sig ótrúlega vel í mótinu og hefir unnið alla leiki sem hann hefir spilað í, í þessum Forsetabikar. Aðrir tveir leikir Alþjóðaliðsins unnust í morgun fjórboltanum og ein viðureign féll á jöfnu. Eftir hádegið í fjórmenningnum vann bandaríska liðið 2 leiki; þ.e. Lesa meira