Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2019 | 08:00

Forsetabikarinn 2019: Lið Bandaríkjanna sigraði 16-14!!!

Fyrir lokahringinn og tvímenningsleikina 12 var staðan 10-8 Alþjóðaliðinu í vil.

Alþjóðaliðið var búið að vera í forystu alla keppnina … en lið Bandaríkjanna tók þetta á lokasprettinum – Lokastaðan var 16-14 liði Bandaríkjanna í vil!!! Bandarískur sigur eftir mikla dramatík!!!

Bandaríkjamenn unnu 6 af 12 lokatvímenningsleikjunum lokadaginn; héldu jöfnu í 4 viðureignum en  Alþjóðaliðið vann aðeins 2 viðureignir.

Spilandi fyrirliði liðs Bandaríkjanna, golfgoðsögn í lifanda lífi, Tiger Woods vann sína viðureign gegn Abraham Ancer 3&2.

Patrick Reed vann loks 1. viðureign sína í keppninni – orðinn vanur öllum andstyggilegheitunum í sinn garð af hálfu ástralskra golfáhanganda – Hann lagði C.T. Pan 4&2.

Aðrir sem unnu sínar viðureignir fyrir lið Bandaríkjanna voru Dustin Johnson, Patrick Cantlay, Webb Simpson og Xander Schauffele.

Þeir sem unnu sínar viðureignir fyrir Alþjóðaliðið voru Cameron Smith og Sungjae Im.

Hideki Matsuyama og Tony Finau skyldu jafnir; sem og

Adam Hadwin – Bryson DeChambeau

Louis Oosthuizen – Matt Kuchar og

Marc Leishman – Rickie Fowler.

Sjá má lokastöðuna í Forsetabikarnum 2019 með því að SMELLA HÉR: