Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2019 | 08:00

Evróputúrinn: Yuan efstur e. 2. dag í Ástralíu

Yechun Yuan frá Kína hefir tekið forystu á 2. deg Australian PGA Championship. Yuan er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (70 65). Í 2. sæti er heimamaðurinn Anthony Quayle, 1 höggi á eftir. Wade Ormsby og Adam Scott deila síðan 3. sætinu á samtals 7 undir pari, 2 höggum á eftir forystumanninum Yuan. Sjá má stöðuna á Australian PGA Championship með því að SMELLA HÉR:  Mótið fer fram í RACV Royal Pines Resort,Gullströndinni, Queensland, í Ástralíu, dagana 19.-22. desember 2019.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Pétursson – 19. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Pétursson. Hann er fæddur 19. desember 1974 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Sævars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sævar Pétursson – Innilega til hamingju með árin 45!!! Mynd: Í einkaeigu Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Arnheiður Ásgrímsdóttir, 19. desember 1956 (63 ára); Rick Pearson, 19. desember 1958 (61 árs); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (56 ára); Lorie Kane, 19. desember 1964 (55 árs); Sigfús Örn Óttarsson, 19. desember 1967 (52 ára); Wendy Miles, 19. desember 1970 (49 ára); Davíð Már, 19. desember 1980 (39 ára) …. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2019 | 13:00

Haney í mál v/PGA Tour

Fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods á árunum 2004-2010, Hank Haney, ætlar í mál við PGA Tour. Ástæðan er hlutur sá sem Haney telur PGA Tour hafa átt í því að hann var rekinn af útvarpsstöðinni SiriusXM, vegna orða hans sem þóttu vera hlaðin kynþáttafordómum. Það sem Haney sagði var eftirfarandi: “I’m going to predict a Korean [to win]. That’s going to be my prediction. I couldn’t name you, like, six players on the LPGA Tour. Nah, maybe I could. Well, I’d go with Lee. If I didn’t have to name a first name, I’d get a bunch of them right.” Haney var vikið úr starfi sínu sem þátttastjórnandi af útvarpsstöðinni. Í málinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2019 | 10:00

Els spilar í Sádí-Arabíu

Suður-afríski kylfingurinn og nú síðast fyrirliði Alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum, Ernie Els, hefir tilkynnt að hann muni spila í Saudi International mótinu, sem fram fer 30. janúar – 2. febrúar 2020. Mótið fór í fyrsta sinn fram í fyrra, nokkrum mánuðum eftir að Sádar drápu blaðamanninn Jamal Khashoggi í ræðismannsskrifstofu í Istanbul, Tyrklandi fyrir að skrifa í gagnrýnistón um krónprins Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman. Í mótmælaskyni vegna drápsins tóku margir þekktir kylfingar ekki þátt í mótinu í fyrra. Í ár er hins vegar annað á döfinni. Þó margir þekktustu kylfingar heims taki enn ekki þátt í mótinu hafa nokkrir boðað komu sína í ár. Þeirra á meðal er nú Els, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2019 | 09:00

Evróputúrinn: Herbert og Rankin leiða e. 1. dag Australia PGA Championship

Það eru heimamennirnir Lucas Herbert og Brett Rankin, sem leiða eftir 1. dag á Australia PGA Championhip. Báðir léku þeir á 5 undir pari, 67 höggum. Á hæla þeirra eru 5 landar þeirra, þ.á.m. Nick Cullen og Wade Ormsby, sem allir léku á 4 undir pari, 68 höggum. Meðal þekktari kylfinga, sem þátt taka í mótinu, eru Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink, sem báðir léku 1. hring á 2 undir pari, 70 höggum og eru T-15 þ.e. deila 15. sæti ásamt 14 öðrum kylfingum. Sjá má stöðuna á Australia PGA Championship með því að SMELLA HÉR:  Mótið fer fram dagana 19.-22. desember 2019 í RACV Royal Pines Resort, Goldströndinni, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskyfingur dagsins: Joanne Mills – 18. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Joanne Mills. Hún er fædd í Sydney, Ástralíu, 18. desember 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Joanne gerðist atvinnumaður í golfi árið 1993. Hún spilaði á LET og spilaði og spilar enn á ALPG, þ.e. áströlsku LPGA. Hún hefir sigrað alls á 2 LET mótum og 7 ALPG mótum á ferli sínum. Besti árangur hennar á risamótum var T-6 árangur á Women´s PGA Championship árið 2003. Í dag býr Mills í Queanbeyan, Ástralíu. Joanne Mills 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hubie Green, 18. desember 1946 (73 ára); Charles Christopher Rymer, 18. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir – 17. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og á því 22 ára afmæli í dag! Hafdís Alda er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hafdís Alda er klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki og eins klúbbmeistari Keilis 2017. (Sjá má eldra viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR: ) Nú í haust 2017 hefir Hafdís Alda spilað í bandaríska háskólagolfinu með liði IUPUI. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju hér að neðan Hafdís Alda (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2019 | 08:00

PGA: Tway/Sabbatini sigruðu á QBE Shootout

Á sama tíma og rjóminn af bandarískum kylfingum keppti í Forsetabikarnum, þ.e. 13.-15. desember sl fór fram QBE Shootout á PGA Tour mótaröðinni. Mótið var haldið í Naples, Flórída. Sigurvegarar voru þeir Kevin Tway og Rory Sabbatini. Þeir spiluðu á samtals 31 undir pari, 185 höggum (58 67 60). QBE er liðamót þar sem keppnisfyrirkomulagið er mismunandi alla 3 daga mótsins, fyrst var spilað greensome, síðan scramble og lokahringinn betri bolti. Sjá má lokastöðuna á QBE Shootout með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Darren Fichardt (7/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GKB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Trevor Immelman – 16. desember 2019

Trevor John Immelman er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 16. desember 1979, í Höfðaborg, Suður-Afríku og á því 40 ára stórafmæli í dag. Trevor er atvinnukylfingur, frægastur fyrir að hafa sigrað eitt af risamótum PGA, Masters, árið 2008 og síðan einnig fyrir að hafa spilað við Gústa, fv. framkvæmdastjóra GK, en Immelman kom til Íslands og hefir m.a. spilað Hvaleyrina (Sjá skemmtilegt viðtal Golf1 við Gústa (Ágúst Húbertsson) með því að smella HÉR:) Trevor Immelman kemur úr mikilli „golffjölskyldu“ en pabbi hans, Johan, er fyrrum framkvæmdastjóri „Sólskinstúrsins“ (ens.: the Sunshine Tour) í Suður-Afríku, þ.e. aðalmótaraðar atvinnukylfinga í Suður-Afríku, samsvarandi Evróputúrnum eða PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Trevor byrjaði að spila golf Lesa meira