Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2019 | 09:30

Forsetabikarinn 2019: Tiger um ósk Ancer að spila við sig: „Hann fékk það sem hann vildi!“

Mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer sagði í sl. mánuði á  Mayakoba Golf Classic að sig langaði til að spila á móti Tiger Woods í Forsetabikarnum.

Þessi ósk virtist nógu meinlaus á sínum tíma, hver vill jú ekki spila við eða á móti Tiger Woods?

Ég myndi vilja spila á móti Tiger (Woods),“ sagði Ancer. „En sannleikurinn er sá að markmið okkar er að gera allt sem við getum til þess að sigra. Að sigra í tvímenningnum myndi vera svo sérstakt, þannig að við þurfum að reyna að vinna bikarinn.

Fyrirliði Alþjóðaliðsins, Ernie Els, tók þá ákvörðun að setja Ancer í fyrstu viðureignina. Tiger svaraði með því að setja sjálfan sig á móti hinum 28 ára Mexíkana (Ancer).

Tiger vann síðan viðureign þeirra 3&2 og var spurður eftir á hvort honum hafi verið kunnugt um komment Ancer og óskir hans að spila við hann (þ.e. Tiger).

Abe vildi þetta og fékk, (ens.: Abe wanted it, he got it) sagði Tiger og hló.

Ancer sagði aftur á móti að ummæli hans hefðu brenglast við þýðingu.

Í fyrsta lagi var spurning á spænsku og tónninn sem ég sagðist vilja spila við Tiger var aldrei hrokafullur eða ögrandi eða neitt í því átt,“ sagði hann „Á þeim tíma taldi ég bara að þetta myndi verða frábær upplifun, sem það var. Skiptir ekki máli hver úrslitin væru úr leiknum; ég myndi hafa grætt mikið.“

Viðureign þeirra var fram og tilbaka fyrstu 8 holurnar en Tiger vann 9. og 10. holurnar með fuglum og var kominn 2 up. Ancer náði fugli á 13. holu og náði einni holu aftur en Tiger fékk fugla á næstu 3 holur og lauk viðureigninni, eins og komið hefir fram með sigri!