Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2019 | 14:00

Forsetabikarinn 2019: Mágur Reed rekinn!

Kessler Karain er ekki aðeins kylfusveinn bandaríska kylfingsins umdeilda, Patrick Reed heldur einnig mágur hans.

Reed er kvæntur systur Karain, Justine Karain.

Patrick Reed hefir væntanlega ekki náð að einbeita sér í Forsetabikarnum, vegna óstöðvandi hrópa golfáhangenda, sem kasta hæðniskveðjum á þennan óvinsælasta kylfing golfíþróttarinar (Reed).

Fyrir lokadag keppninnar er hann sigurlaus í þessari Forsetabikarskeppni.

Og Kessler Karain fékk nóg – hann réðist að einum golfáhangandanum, sem honum fannst of ósvífinn í garð Patrick Reed og var fyrir vikið rekinn úr keppninni – þannig að nú eru ástralskir golfáhangendur búnir að hafa kylfusveininn af Reed líka.

Á pokanum á morgun hjá Reed, þegar hann mætir C.T Pan í tvímenningnum verður sveifluþjálfi Reed til langs tíma, Kevin Kirk.