Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2019 | 09:00

Forsetabikarinn 2019: Staðan 10-8 f. Alþjóðaliðið e. 3. dag

Þriðja degi Forsetabikarsins er nú lokið – staðan er 10-8 Alþjóðaliðinu í vil.

Eftir 2. dag var staðan 6.5 g. 3.5 Alþjóðaliðinu í vil.

Bandaríska liðinu hefir tekist að minnka muninn milli liðana í 2 stig frá þeim 3 sem munaði milli liðanna eftir 2. dag.

Í fjórboltaleikjum morgunsins unnu Rickie Fowler og Justin Thomas þá Li Haotong og Marc Leishman 3&2.

Justin Thomas er búinn að standa sig ótrúlega vel í mótinu og hefir unnið alla leiki sem hann hefir spilað í, í þessum Forsetabikar.

Aðrir tveir leikir Alþjóðaliðsins unnust í morgun fjórboltanum og ein viðureign féll á jöfnu.

Eftir hádegið í fjórmenningnum vann bandaríska liðið 2 leiki; þ.e. þeir Dustin Johnson og Gary Woodland unnu þá Adam Scott og Louis Oosthuizen 2&1 og þeir Xander Schauffele og Patrick Cantlay unnu sína viðureign gegn þeim Sungjae Im og Cameron Smith einnig 2&1. Hinir tveir leikirnir féllu á jöfnu.

Sjá má stöðuna á Forsetabikarnum og hverjir spila á móti hverjum í tvímenningsleikjum sunnudagsins með því að SMELLA HÉR: 

12 stig eru enn í pottinum og allt nokkuð jafnt og opið!