Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Guðný María Guðmundsdóttir. Guðný María er fædd 18. janúar 1955 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Guðný María er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hún hefir m.a. séð til þess að GVS hefir árlega haldið hið frábæra Art Deco kvennamót.

Guðný María Guðmundsdóttir. Mynd: Golf 1

Guðný María Guðmundsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. janúar 1912 – 1984 (108 ára fæðingarafmæli í dag!); Þóra Jónsdóttir, 18. janúar 1964 (56 ára);  Heiðar Ingi Svansson, 18. janúar 1968 (52 ára); Belinda Kerr, 18. janúar 1984 (36 ára); Zander Lombard, 18. janúar 1995 (25 ára); Haukur Húni Árnason, 18. janúar 1997 (23 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is