Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2020 | 21:00

Evróputúrinn: Lefty sigraði í Abu Dhabi!!!

Það var Lee Westwood (Lefty) sem sigraði á Abu Dhabi HSBC Championship.

Fyrir sigurinn hlaut Lefty €1,047,741.36 sem er uþb 140 milljónir íslenskra króna.

Mótið fór fram dagana 16.-19. janúar og lauk í dag.

Sigurskor Westwood var 19 undir pari, 269 högg (69 68 65 67).

Öðru sætinu deildu 3 kylfingar: Matthew Fitzpatrick og Tommy Fleetwood, landar Lefty og Frakkinn Victor Perez, allir 2 höggum á eftir sigurvegaranum, þ.e. á samtals 17 undir pari, 271 höggi, hver.

Einn í 5. sæti varð síðan Louis Oosthuizen, á samtals 15 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: