Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mary Mills ———– 19. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Mary Mills. Mary er fædd 19. janúar 1940 í Laurel, Mississippi og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Mary byrjaði að spila golf 11 ára undir handleiðslu Johnny Revolta, sem var 18-faldur PGA Tour sigurvegari. Mary sigraði á the Mississippi State Amateur 8 ár í röð, í fyrsta sinn 1954 og vann Gulf Coast Amateur tvívegis. Eftir að hún gerðist atvinnumaður í golfi 1962 sigraði hún í 11 LPGA mótum þar af á 3 risamótum kvennagolfsins: US Women´s Open 1963 og Women´s PGA Championship 1964 og 1973.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (80 ára); Adele Peterson, 19. janúar 1963 (57 ára); Angels Love Nails , 19. janúar 1972 (48 ára); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (45 ára); Brian Harman, 19. janúar 1987 (33 ára ), Elías Björgvin Sigurðsson, GKG, 19. janúar 1997 (23 ára); Tommy Fleetwood, 19. janúar 1991 (29 ára) ….. og ….. Brynhildur Gunnarsdóttir

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is