LPGA: Jessica Korda efst e. 1. dag á Gainbridge mótinu
Það er eldri Korda-systirin, Jessica, sem leiðir í Gainbridge LPGA at Boca Rio í Flórída. Mótið er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni og fer fram dagana 23.-26. janúar 2020 í Boca Raton. Korda kom í hús á 66 glæsihöggum, 1. dag. Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Sei Young Kim frá S-Kóreu; Patty Tavatanakit frá Thaílandi og Yui Kawamoto frá Japan; allar 2 höggum á eftir Jessicu Korda, þ.e. á 4 undir pari, hver. Sjá má stöðuna á Gainbridge LPGA at Boca Rio með því að SMELLA HÉR:
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Sihwan Kim (12/28)
28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira
Evróputúrinn: Pieters leiðir e. 1. dag í Dubaí
Það er Belgíumaðurinn Thomas Pieters sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag móts vikunnar á Evróputúrnum, Omega Dubai Desert Classic. Pieters kom í hús á 5 undir pari, 67 höggum. Mótið fer fram 23.-26. janúar 2020 í Emirates golfklúbbnum í Dubai. Sjá má stöðuna á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, (á kínversku: 曾雅妮). Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og á því 31 árs afmæli í dag. Yani vermdi áður fyrr 1. sæti Rolex-heimslista kvenna í 109 vikur í röð á árunum 2011-2013, en er í dag í 691. sæti heimslistans og ekki hefir borið mikið á henni á undanförnum árum. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Valgeir Guðjónsson, 23. janúar 1952 (68 ára); Soffía Margrét Hafþórsdóttir, 23. janúar 1972 (48 ára) … og … Golf 1 Lesa meira
Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá T-4 e. 2. dag
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er T-4 eftir 2. dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumót kvenna (LET). Í dag lék Guðrún Brá Suður-völll La Manga golfsvæðisins á 4 undir pari, 69 höggum, en völlurinn er par-73. Hún missti hvergi högg fékk 2 fugla á fyrri og seinni hluta vallarins og er nú samtals á 2 undir pari, 142 höggum (73 69). Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá og spennandi að fylgjast með framhaldinu! Sjá má stöðuna á úrtökumóti fyrir LET með því að SMELLA HÉR:
Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá í góðum málum!
Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er í góðum málum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET). Lokaúrtökumótið hófst í gær, 22. janúar og verða spilaðir 5 hringir. Sem stendur, þegar 2. hringur er hafinn er Guðrún Brá T-12, þ.e. deilir 12. sætinu. Spilað er á Norður- og Suðurvöllum La Manga golfsvæðisins, í Cartagena, Murcia, á Spáni. Á fyrsta hring, í gær, lék Guðrún Brá á 2 yfir pari, 73 höggum á Norðurvellinum. Á hringnum fékk Guðrún Brá fjóra fugla, 4 skolla og því miður einnig tvöfaldan skolla á lokaholuna, par-4, 18. holuna og niðurstaðan því 2 yfir pari eftir 1. dag. Nú er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 35 ára stórafmæli í dag. Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og Íslandsmeistari í holukeppni (2013) hefir náð lengst íslenskra kylfinga, eftir þátttöku á LET og LPGA. Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við föður sinn, Kristinn, sem alltaf var í golfi og eins var eldri Lesa meira
Annika óskar „Gullna Birninum“ til hamingju með árin 80!!!
Á vef LPGA birtir Annika Sörenstam skemmtilega grein þar sem hún óskar Jack Nicklaus til hamingju með 80 ára merkisafmæli hans í gær. Bæði eru þau Íslandsvinir! Komast má á vefsíðu LPGA til þess að lesa greinina með því að SMELLA HÉR: Sjá má greinina í lauslegri íslenskri þýðingu hér að neðan: Til hamingju með 80 ára afmælið, Jack. Þú hefur verið mér traustur vinur og frábær fyrirmynd milljóna manna, kynslóðum saman. Orka þín, ástríða, hugulsemi og stöðugt framlag þitt til golfs er ekkert minna en stórbrotið. Að sjá þig ferðast á byggingarsvæði golfvallar, horfa á þig fást við verktaka, klúbbmeðlimi og fjölmiðla; að heyra ígrundaða innsýn þína um allt Lesa meira
PGA: Landry sigraði á The American Express
Það var Andrew Landry, sem sigraði á The American Express. Sigurskorið var 26 undir pari, 262 högg (66 64 65 67). Landry er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur PGA Tour og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Þetta er fyrsti sigur Landry á PGA Tour. Abraham Ancer frá Mexíkó varð í 2. sæti á samtals 24 undir pari og bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler varð þriðji á samtals 23 undir pari. The American Express fór fram dagana 16.-19. janúar sl. í La Quinta, Kaliforníu. Sjá má lokastöðuna á The American Express með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus —— 80 ára – 21. janúar 2020
Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 80 ára merkisafmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940. Golf 1 birti 2013, 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér: Jack Nicklaus 1; Jack Nicklaus 2; Jack Nicklaus 3; Jack Nicklaus 4; Jack Nicklaus 5; Jack Nicklaus 6; Jack Nicklaus 7; Jack Nicklaus 8; Jack Nicklaus 9; Jack Nicklaus 10; Jack Nicklaus 11; Jack Nicklaus 12 Jack William Nicklaus er 80 ára í dag en hann fæddist í Columbus, Ohio 21. janúar 1940. Jack Nicklaus hefir á ferli sínum sigrað 115 sinnum og er þekktastur Lesa meira










