Afmæliskylfingur dagsins: Steinar Páll Ingólfsson, Ragnar Már Ríkharðsson og Jón Otti Sigurjónsson – 10. febrúar 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Steinar Páll Ingólfsson, GK, Jón Otti Sigurjónsson, GO og Ragnar Már Ríkharðsson, GM. Steinar Páll var fæddur 10. febrúar 1990 og hefði því átt 30 ára stórafmæli í dag, en hann lést um aldur fram 26. júlí 2019. Steinar Páll var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Minningin um góðan dreng lifir!!! Jón Otti og Ragnar Már eru fæddir 10. febrúar 2000 og eiga því 20 ára stórafmæli báðir. Jón Otti er í Golfklúbbnum Oddi og Ragnar Már er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Jón Otti Sigurjónsson (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)) Ragnar Már Ríkharðsson (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar í 10. sæti í Kaliforníu
Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas tóku þátt í Southwestern Invitational. Mótið fór fram 27.-28. janúar sl. í North Ranch CC í Westlake, Kaliforníu. Þátttakendur voru 71 frá 12 háskólum. Hlynur varð T-47, lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (73 78 76). North Texas lið Hlyns varð í 10. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Hlyns og félaga er 21. febrúar n.k.
LPGA: Mót felld niður vegna kórónavírusins
Vegna kórónavírusins, eða Wuhan-vírusins, eins og hann er oft nefndur, kenndur við upphafsborg sína í Kína, hafa tvö mót verið felld niður af dagskrá LPGA, sem fram áttu að fara í Asíu. Þetta eru 2020 Honda LPGA Thailand, sem átti að fara fram 20.-23. febrúar í Pattaya, Thaílandi. og 2020 HSBC Women’s World Championship, sem átti að fara fram 27. febrúar -1. mars í Singapore. Kórónavírusinn hefir fundist í báðum löndum. Skv. The Straites Times hafa (þegar fréttin birtist í dag 10. febrúar) 45 tilvik komið upp í Singapore. Eldri heimildir (frá WHO 28. janúar sl.) staðfesta 14 tilvik Wuhan-veirunnar í Thaílandi. 5 sjúklingar eru ferðamenn frá Wuhan og allir Lesa meira
PGA: Nick Taylor sigurvegarinn á AT&T Pebble Beach Pro/Am
Það var kanadíski kylfingurinn Nick Taylor sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, AT&T Pebble Beach Pro/Am. Sigurskor Taylor var 19 undir pari, 268 högg (63 66 69 70). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Taylor með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Kevin Streelman, 4 höggum á eftir Taylor á samtals 15 undir pari, 272 höggum (69 67 68 68). Phil Mickelson varð síðan í 3. sæti og Jason Day í 4. sæti. Sjá má lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro/Am með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-63 í S-Afríku
Íslandsmeistarinn í höggleik, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, RAM Cape Town Open. Mótið fór fram 6.-9. febrúar 2020 og lauk í dag í Höfðaborg, S-Afríku. Mótsstaður var Royal Cape golfklúbburinn. Guðmundur Ágúst lauk keppni T-63, lék á samtals 3 yfir pari, 290 höggum (76 66 73 75). Haraldur Franklín Magnús byrjaði einnig í mótinu en varð að draga sig úr því vegna bakmeiðsla. Sigurvegari í RAM Cape Town Open varð sænski kylfingurinn Anton Karlsson, og var sigurskorið 14 undir pari, 274 högg (72 69 64 69). Sjá má lokastöðuna á RAM Cape Town Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ingibergur Einarsson – 9. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Ingibergur Einarsson, en hann er fæddur 9. febrúar 1955 og á því 65 ára afmæli í dag. Ingibergur er í Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Ingibergur Einarsson (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 – d. 18. febrúar 1997, Sandy Lyle, 9. febrúar 1958 (62 ára) og Mark Tullo, 9. febrúar 1978 (42 ára); Anna Rossi, 9. febrúar 1986 (34 ára); Gary Stal, 9. febrúar 1992 (28 ára) … og … Golf 1 óskar öllum Lesa meira
Evróputúrinn: Lee sigraði
Það var ástralski kylfingurinn Min Woo Lee, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, ISPS Handa Vic Open. Mótið fór fram dagana 6.-9. febrúar 2020, í 13th Beach golfklúbbnum, í Geelong, Victoríu, í Ástralíu. Sigurskorið var 19 undir pari, 269 högg (66 67 68 68). Þetta var fyrsti sigur Lee á Evróputúrnum. Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa Vic Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings ISPS Handa Vic Open með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-61 f. lokahringinn í S-Afríku
Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, RAM Cape Town Open, lék á 1 yfir pari eða 73 höggum, 3. hring mótsins. Mótið stendur 6.-9. febrúar 2020 og lýkur því í dag. Samtals er Guðmundur Ágúst búinn að spila á 1 undir pari (76 66 73). Lokahringurinn er hafinn og hefir Guðmundur Ágúst lokið við að spila 2 holur þegar þessi frétt er rituð og lauk hann spili á báðum holum á parinu. Vonandi að hann nái að þoka sér aðeins ofar á skortöfluna en eftir 3. hring var hann T-61. Fylgjast má með skori Guðmundar Ágústs Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (6/2020)
Enn einn á ensku: A foreign businessman visited his new associates. As a gesture of goodwill, the executives of his newly-acquired business took him to a golf course for a round of golf. He had never played the game before. Upon his return home, his family asked what he had done in the United States. ”I played the most interesting game,” he said. “You hit a little white ball with a long stick in a large cow pasture. The name of the game is ‘Oh, s&*t.’”
Afmæliskylfingur dagsins: Guðríður Ólafsdóttir – 8. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Guðríður Ólafsdóttir. Hún er fædd 8. febrúar 1950 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Guðríðar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Guðríður Ólafsdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Friðrik Friðriksson, GKG, fgj. 17.2, 8. febrúar 1957 (63 ára); Rósa Guðmundsdóttir, 8. febrúar 1963 (57 ára); Ari Arsalsson, 8. febrúar 1973 (47 ára) Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, 8. febrúar 1976 (44 ára); Paige MacKenzie, 8. febrúar 1983 (37 ára); Kelly Tidy, 8. febrúar 1992 (28 ára); Stefán Ottó Kristinsson, 8. febrúar 1997 (23 Lesa meira









