Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2020 | 08:00

LPGA: Mót felld niður vegna kórónavírusins

Vegna kórónavírusins, eða Wuhan-vírusins, eins og hann er oft nefndur, kenndur við upphafsborg sína í Kína, hafa tvö mót verið felld niður af dagskrá LPGA, sem fram áttu að fara í Asíu.

Þetta eru 2020 Honda LPGA Thailand, sem átti að fara fram 20.-23. febrúar í Pattaya, Thaílandi.

og

2020 HSBC Women’s World Championship, sem átti að fara fram 27. febrúar -1. mars í Singapore.

Kórónavírusinn hefir fundist í báðum löndum. Skv. The Straites Times hafa (þegar fréttin birtist í dag 10. febrúar) 45 tilvik komið upp í Singapore. Eldri heimildir (frá WHO 28. janúar sl.) staðfesta 14 tilvik Wuhan-veirunnar í Thaílandi. 5 sjúklingar eru ferðamenn frá Wuhan og allir innan sömu fjölskyldu.

LPGA segir í tilkynningu á vefsíðu sinni að mótaröðinni þyki leitt að mótin geti ekki farið fram, þakka styrktaraðilum, einkum Honda og HSBC bankanum og segjast vilja spila í Asíu svo fljótt sem hægt er aftur.

Heilbrigði keppenda og áhangenda gangi þó fyrir.

Sjá tilkynningu LPGA með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Amy Yang, sigurvegari 2019 Honda LPGA Thaíland.