Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2020 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-63 í S-Afríku

Íslandsmeistarinn í höggleik, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, RAM Cape Town Open.

Mótið fór fram 6.-9. febrúar 2020 og lauk í dag í Höfðaborg, S-Afríku.

Mótsstaður var Royal Cape golfklúbburinn.

Guðmundur Ágúst lauk keppni T-63, lék á samtals 3 yfir pari, 290 höggum (76 66 73 75).

Haraldur Franklín Magnús byrjaði einnig í mótinu en varð að draga sig úr því vegna bakmeiðsla.

Sigurvegari í RAM Cape Town Open varð sænski kylfingurinn Anton Karlsson, og var sigurskorið 14 undir pari, 274 högg (72 69 64 69).

Sjá má lokastöðuna á RAM Cape Town Open með því að SMELLA HÉR: