Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2020 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Isabelle Johansson (3/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:  Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Þær sem eru í sætum 21-65 hljóta spilarétt, mismikinn þó, á LET Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Kristjánsson – 7. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarni Kristjánsson. Hann er frá Siglufirði, fæddur 7. febrúar 1980 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Bjarni er búsettur í Svíþjóð. Bjarni Kristjánsson – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alda Demusdóttir, 7. febrúar 1948 (72 ára); Ragnheiður Kristjánsdóttir, 7. febrúar 1968 (52 ára); Geir Kristinn Aðalsteinsson, 7. febrúar 1975 (45 ára); Ólafur Hjörtur Ólafsson, GA, 7. febrúar 1979 (41 árs); Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (38 ára); Ellen Kristjánsdóttir, GL, (36 ára); Holly Clyburn, 7. febrúar 1991 (29 ára) …..  Anna Björnsdottir … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2020 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín dró sig úr keppni

Þeir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hófu í dag keppni á RAM Cape Town Open mótinu. Mótið fer fram í Royal Cape golfklúbbnum, í Höfðaborg, Suður-Afríku, dagana 6.-9. febrúar 2020 og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Haraldur Franklín varð því miður að hætta keppni eftir 12 holu leik vegna bakverkja. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum og verður að halda vel á spöðunum ætli hann sér að komast gegnum niðurskurð á morgun! Heimamaðurinn Dan Van Tonder leiðir eftir 1. keppnisdag á 6 undir pari. Sjá má stöðuna eftir 1. dag RAM Cape Town Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alastair Kent ——- 6. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Alastair Kent. Alastair er fæddur í Saddleworth í Englandi 6. febrúar 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag (Innilega til hamingju!!!) Alastair býr á Íslandi og er félagi í GR og þar að auki Elítunni, 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga innan GR sem hafa að markmiði að spila golf og hafa gaman. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Alastair, með því að SMELLA HÉR: Alastair – Innilega til hamingju með árin 50!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Braid, (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950); Þórunn Steingrímsdóttir, 6. febrúar 1951 (69 ára); Rúnar Garðarsson, 6. febrúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Jake McLeod (14/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jane Geddes og Kevin Stadler —- 5. febrúar 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Jane Geddes og Kevin Stadler. Jane Geddes er fædd 5. febrúar 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag, Kevin Stadler er fæddur 5. febrúar 1980 og á 40 ára stórafmæli. Geddes lék í bandaríska háskólagolfinu með FSU og komst eftir útskrift á LPGA árið 1983, þar sem hún sigraði í 2 risamótum og 11 öðrum LPGA mótum og alls í 15 atvinnumannsmótum.  Maki hennar er Gigi Fernandez og þær eiga tvíburana Karson Xavier and Madison Jane. Kevin Stadler gerðist atvinnumaður 2002 eftir að hafa spilað golf í bandaríska háskólagolfinu með liði Southern California. Hann hefir sigrað 10 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þ.á.m. 1 sinni á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásdís Ósk Valsdóttir – 4. febrúar 2020

Það er Ásdís Ósk Valsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ásdís Ósk er fædd 4. febrúar 1969 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Ásdísar Ósk til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:   Ásdís Ósk Valsdóttir (51 ársafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmut fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Vestmannaeyjum. Sonur hans er Rúdolf Stolzenwald); Sigurveig Þóra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen ——- 3. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen. Goosen er fæddur 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane) í Suður-Afríku og á því 51 árs afmæli í dag!!! Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2020 | 03:00

ALPG: Valdís Þóra varð T-25 á Ballarat Icons Pro/Am mótinu!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tók þátt í Ballarat Icons Pro/Am mótinu, sem fram fór dagana 1.-2. febrúar 2020. Valdís Þóra lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (70 77) og varð T-25 í mótinu. Fyrir frammistöðu sína í mótinu hlaut Valdís Þóra 240 ástralska dali (u.þ.b. 20.000 íslenskra króna). Sigurvegari í mótinu varð Dottie Ardina – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Ardina með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Ballarat Icons Pro/Am mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2020 | 23:00

PGA: Simpson sigraði á Phoenix Open

Það var Webb Simpson sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phonix Open 2020. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru Simpson og Tony Finau efstir og jafnir á samtals 17 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Simpson sigraði þegar á 1. holu, par-4 18. holunni í Scottsdale, Arizona með fugli meðan Finau tapaði á parinu. Þriðja sætinu skiptu þeir Justin Thomas, Bubba Watson og Nate Lashley á milli sín á samtals 14 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Waste Management Phoenix Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahrings Waste Management Phoenix Open með því að SMELLA HÉR.