Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 22:00

Andri Þór T-1 e. 2. dag Hacienda del Alamo Open

Tólf íslenskir kylfingar taka þátt í Hacienda del Alamo Open mótinu á Spáni. Þátttakendur eru alls 70 frá 15 þjóðlöndum. Af Íslendingunum hefir Andri Þór Björnsson, GR, staðið sig best; er T-1 eftir 2. dag mótsins, sem stendur dagana 11.-13. febrúar 2020. Hann hefir samtals spilað á 5 undir pari, 139 höggum (65 74). Sjá má stöðuna á Hacienda del Alamo Open með því að SMELLA HÉR:  Aðrir íslenskir kylfingar í mótinu hafa staðið sig með eftirfarandi hætti: T-3  Bjarki Pétursson, GB – 4 undir pari, 140 högg (68 72). T-11 Hákon Örn Magnússon, GR – 1 undir pari, 143 högg (73 70). T-11 Tómas Hjaltested, GR – 1 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 20:00

ALPG: Valdís Þóra komst ekki inn á mót í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í úrtökumóti fyrir ISPS Handa Women´s Australina Open, sem fram fór í The Grange golfklúbbnum, 11. febrúar sl. Mótið var bara 1 hrings og hlutu 3 efstu þátttökurétt í mótinu. Valdís Þóra lék á 4 yfir pari, 76 höggum og varð T-19 og komst því miður ekki inn á mótið. Þær 3 sem voru efstar voru Esther Henseleit frá Þýskalandi, sem varð í 1. sæti á 6 undir pari, 66 höggum; Jenny Haglund frá Svíþjóð, 2. sæti en hún var á 2 undir pari, 70 höggum og rússneski kylfingurinn Nina Pegova varð í 3. sæti á 1 undir pari, 71 höggi. Sjá má úrslitin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Garrick Porteous (15/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Snædís Sigmarsdóttir. Anna Snædís er fædd 12.febrúar 1962 og því 58 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og ein af forgjafarlægstu kvenkylfingum á Íslandi. Anna Snædís er móðir afrekskylfingsins Önnu Sólveigar Snorradóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir, f. 12. febrúar 1942 (78 ára); Hjörtur Lárus Harðarson, 12.febrúar 1951 (69 ára); Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (67 ára); Halldór Rúnar Þorkelsson, GSG, 12. febrúar 1954 (66 ára); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (42 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (37 ára); Lejan Lewthwaite, 12. febrúar 1991 (29 ára); Regan De Guzman, 12. febrúar 1992 (filipseyskur kylfingur sem var á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen varð T-13 í Texas

Eva Karen Björnsdóttir GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, ULM, tóku þátt í stóru og sterku háskólamóti, Texas State Invitational, sem fram fór 10.-11. febrúar og lauk í gær. Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum. Eva Karen lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (76 78 73). ULM varð í 6. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Texas State Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót ULM er 10. mars n.k. líka í Texas.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur á besta skori EKU!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í FAU-Warm Up. Mótið fór fram í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton í Flórída, dagana 10.-11. febrúar 2020 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 81 frá 14 háskólum. Ragnhildur lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (74 75 75) og lauk keppni T-14. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar lauk keppni T-40 í Alabama

Björn Óskar Guðjónsson, GM, tók þátt í Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 10.-11. febrúar 2020 og lauk í gær. Í þetta sinn spilaði Björn Óskar sem einstaklingur og lauk keppni T-40, sem var betra en leikur 3 leikmanna Louisiana Lafayette, sem tóku þátt í liðakeppninni. Björn Óskar lék á samtals 217 höggum (77 69 71). Lið Louisiana Lafayette lenti í 8. sæti af 14, sem þátt tóku í mótinu og hefði Björn Óskar leikið með liði sínu hefði það lent a.m.k. 2 sætum ofar! Sjá má lokastöðuna í Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Louisiana Lafayette er 16. febrúar n.k. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2020 | 22:00

Arnar Már golfkennari ársins 2019

Aðalfundur PGA á Íslandi, samtaka atvinnukylfinga, fór fram 9. febrúar sl. hjá GKG. Afreksþjálfari GKG, Arnar Már Ólafsson, sem var einn af 3 tilnefndum PGA kennurum fyrir árið 2019, var útnefndur PGA kennari ársins 2019. Þetta er í 2. sinn sem Arnar Már hlýtur þennan heiðurstitil. Þeir sem orðið hafa PGA kennarar ársins, frá árinu 2007 þegar PGA samtökin útnefndu fyrst kennara ársins eru: 2007 Árni Jónsson 2008 Staffan Johannson 2009 Arnar Már Ólafsson 2010 Brynjar Eldon Geirsson 2011 Derrick Moore 2012 Sigurpáll Geir Sveinsson 2013 Magnús Birgisson 2014 Heiðar Davíð Bragason 2015 Derrick Moore 2016 Derrick Moore 2017 Derrick Moore 2018 David Barnwell Í aðalmyndaglugga: Arnar Már Ólafsson. Mynd: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jonna Sverrisdóttir – 11. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Jonna Sverrisdóttir. Jonna er fædd 11. febrúar 1957 og á því 63 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu hennar til þess að óska henni til hamingju hér að neðan Jonna Sverrisdóttir – 63 ára – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936-d. 6. september 2018 (hefði orðið 84 ára); Davíð E. Hafsteinsson, GMS 11. febrúar 1963 (57 ára); Irvin Mazibuko, 11. febrúar 1978 (42 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Edoardo Molinari, 11. febrúar 1981 (39 ára); Steve Surry, 11. febrúar 1982 (38 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Fegurð fyrir þig, 11. febrúar 1985 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2020 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-11 e. 1. dag FAU Warm Up í Flórída

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í FAU-Warm Up. Mótið fer fram í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton í Flórída, dagana 10.-11. febrúar 2020. Þátttakendur eru 81 frá 14 háskólum. Ragnhildur hefir spilað á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (74 75) og er T-11. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: