Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2020 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar í 10. sæti í Kaliforníu

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas tóku þátt í Southwestern Invitational.

Mótið fór fram 27.-28. janúar sl. í North Ranch CC í Westlake, Kaliforníu.

Þátttakendur voru 71 frá 12 háskólum.

Hlynur varð T-47, lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (73 78 76).

North Texas lið Hlyns varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Hlyns og félaga er 21. febrúar n.k.