Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2020 | 05:20

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-61 f. lokahringinn í S-Afríku

Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, RAM Cape Town Open, lék á 1 yfir pari eða 73 höggum, 3. hring mótsins.

Mótið stendur 6.-9. febrúar 2020 og lýkur því í dag.

Samtals er Guðmundur Ágúst búinn að spila á 1 undir pari (76 66 73).

Lokahringurinn er hafinn og hefir Guðmundur Ágúst lokið við að spila 2 holur þegar þessi frétt er rituð og lauk hann spili á báðum holum á parinu.

Vonandi að hann nái að þoka sér aðeins ofar á skortöfluna en eftir 3. hring var hann T-61.

Fylgjast má með skori Guðmundar Ágústs á lokahringnum í Höfðaborg með því að SMELLA HÉR: