Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2020 | 08:00

LPGA: Inbee sigraði á Opna ástralska

Það var Inbee Park frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Women´s Australian Open, en mótið fór fram í Seaton, S-Ástralíu dagana 11.-16. febrúar og lauk í nótt. Inbee lék á samtals 14 undir pari, 278 höggum (67  69  68  74). Fyrir sigurinn hlaut Inbee $195,000. Þetta er 20. LPGA sigur Inbee og sá fyrsti frá því fyrir 2 árum, þegar hún sigraði á Bank of Hope Founders Cup um miðjan mars 2018. Jafnframt er þetta 30. sigur hins 7-falda risameistara (Inbee Park) í atvinnumannsmótum á ferlinum. Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Amy Olson á samtals 11 undir pari og í því þriðja Perrine Delacour frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (7/2020)

Hér koma 5 fremur stuttir brandarar á ensku: The Rider: After they went into the locker room, another golfer who had heard the old guys talking about their game went to the pro and said, „I’ve been playing golf for a long time and thought I knew all the terminology of the game, but what’s a rider? The pro said, „A rider is when you hit the ball far enough to actually get in the golf cart and ride to it.“ Image courtesy of applestory.biz Lighting Strike: What should you do if your round of golf is interrupted by a lightning storm? Walk around holding your 1-iron above your head, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jane Seymour —-– 15. febrúar 2020

Það er leikkonan Jane Seymour (sem heitir réttu nafni Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg) sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún fæddist 15. febrúar 1951 og er því 69 ára í dag. Jane er fjórgift og á 4 börn: Katherine (1982) og Sean Flynn (1986) með eiginmanni nr. 3, David Flynn. Hún var 43 ára þegar hún reyndi aftur að eignast að eignast barn með eiginmanni nr. 4, James Keach og eftir 2 fósturlát eignaðist hún loks tvíburana Kris og John 1995, næstum 45 ára. Strákana sína nefndi hún eftir fjölskylduvinunum Christopher Reeves og Johnny Cash. Hún var Bond stúlkan árið 1973 í Bond-myndinni Live and Let Die.   Af fjölmörgum hlutverkum, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright —- 14. febrúar 2020

Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 85 ára í dag. Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu. Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti. Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið. Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2020 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-116 e. 2. dag í S-Afríku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið ber heitið Dimension Data Pro/Am og fer fram dagana 13.-16. februar 2020 á Fancourt Golf Estate, í George, Suður-Afríku. Þegar mótið er hálfnað er Guðmundur Ágúst T-116; hefir samtals spilað á sléttu pari (74 70). Spilað er á 3 völlum Fancourt: Montagu, Outeniqua og The Links og skorið niður eftir 3 daga. Sem stendur komast þeir gegnum niðurskurð sem spilað hafa á samtals 5 undir pari eða betur og eru skor því gífurlega lág. Efstir í hálfleik í mótinu eru Spánverjinn Santiago Tarrio Ben og heimamaðurinn Christiaan Bezuidenhout, báðir á 17 undir pari, eftir 2 hringi! Sjá má stöðuna í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2020 | 08:00

Eigið öll góðan 2020 Valentínusardag!

Í dag er 14. febrúar – dagur elskenda. En af hverju er yfirleitt verið að halda upp á Valentínusardaginn? Upprunann er að finna í kaþólskum sið en Gelasius páfi tók nokkra Valentínusa (Valentínus af Temi, sem lést píslavættisdauða 197 og Valentínus af Róm sem lést píslavættisdauða 269) í píslavættistölu 496 – menn sem gáfu líf sitt vegna ástar á frelsi og í andstöðu við kúgun. Upprunalegu Valentínusarnir höfðu því litla tengingu við rómantíska ást – ást þeirra er annars eðlis, ást á mannkyninu eða lífinu almennt, sem þeir voru tilbúnir að gefa sitt eigið fyrir. Fyrsta rómantíska tenging Valentínusar dagsins við ást er í ljóðinu „Parlement of Foules“ eftir ljóðskáldið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2020 | 23:59

PGA: Kuchar efstur e. 1. dag Genesis Inv.

Það er Matt Kuchar sem leiðir eftir 1. dag The Genesis Invitational, móti vikunnar á PGA Tour. Mótið stendur 13.-16. febrúar 2020 og fer fram í Pacific Palisades, í Kaliforníu Kuchar kom í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti, heilum 3 höggum á eftir Kuchar eru Kyoung-Hoon Lee frá S-Kóreu og Bandaríkjamennirnir Russell Henley, Wyndham Clark, Adam Schenk og Harold Varner III, en þeir léku allir á 4 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna á The Genesis Invitational að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags The Genesis Invitational með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2020 | 20:00

Andri Þór T-2 og Ólafía Þórunn og Bjarki Péturs T-6 á Hacienda del Alamo

Tólf íslenskir kylfingar tóku þátt í Hacienda del Alamo Open mótinu á Spáni. Þátttakendur voru alls 70 frá 15 þjóðlöndum. Mótið stóð dagana 11.-13. febrúar 2020 og lauk í dag. Af Íslendingunum stóð Andri Þór Björnsson, GR, sig best, landaði T-2  sæti, en hann lék samtals á 8 undir pari, 208 höggum (657469). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, þokaði sig upp um 5 sæti, varð T-6 eftir glæsilokahring upp á 68 högg í dag. Hún lék samtals á 5 undir pari, 211 höggum (71 72 68). Bjarki Pétursson, GB, lauk einnig keppni T-6, lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 72 71). Sjá má lokastöðuna á Hacienda del Alamo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Jensson – 13. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Jensson. Ágúst er fæddur 13. febrúar 1977 og á því 43 ára afmæli í dag. Ágúst býr í Þýskalandi þar sem hann starfar sem yfirvallarstjór St. Leon Rot golfklúbbsins virta. Sjá má kynningu Golf 1 á St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR: Þar áður gegndi Ágúst starfi framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar (GA). Ágúst er kvæntur Dagbjörtu Víglundsdóttur. Komast má á facebook síðu Ágústs hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!!, Ágúst Jensson 43 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Berg, 13. febrúar 1918-d. 10. september 2006; Michael Hoey, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2020 | 09:00

LPGA: Shadoff leiðir e. 1. dag Opna ástralska

Það er enski kylfingurinn Jodie Ewart Shadoff, sem leiðir á Opna ástralska eða ISPS Handa Women´s Australian Open. Mótið fer fram í Seaton, Suður-Ástralíu, 11.-16. febrúar 2020. Shadoff kom í hús á 7 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti eru þær Jeongeun Lee6 og Inbee Park frá S-Kóreu, 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á ISPS Handa Women´s Australian Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á ISPS Handa Women´s Australian Open með því að SMELLA HÉR: