Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar lauk keppni T-40 í Alabama

Björn Óskar Guðjónsson, GM, tók þátt í Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 10.-11. febrúar 2020 og lauk í gær.

Í þetta sinn spilaði Björn Óskar sem einstaklingur og lauk keppni T-40, sem var betra en leikur 3 leikmanna Louisiana Lafayette, sem tóku þátt í liðakeppninni.

Björn Óskar lék á samtals 217 höggum (77 69 71).

Lið Louisiana Lafayette lenti í 8. sæti af 14, sem þátt tóku í mótinu og hefði Björn Óskar leikið með liði sínu hefði það lent a.m.k. 2 sætum ofar!

Sjá má lokastöðuna í Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Louisiana Lafayette er 16. febrúar n.k. í Texas.