Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2020 | 22:00

Arnar Már golfkennari ársins 2019

Aðalfundur PGA á Íslandi, samtaka atvinnukylfinga, fór fram 9. febrúar sl. hjá GKG.

Afreksþjálfari GKG, Arnar Már Ólafsson, sem var einn af 3 tilnefndum PGA kennurum fyrir árið 2019, var útnefndur PGA kennari ársins 2019.

Þetta er í 2. sinn sem Arnar Már hlýtur þennan heiðurstitil.

Þeir sem orðið hafa PGA kennarar ársins, frá árinu 2007 þegar PGA samtökin útnefndu fyrst kennara ársins eru:

2007 Árni Jónsson

2008 Staffan Johannson

2009 Arnar Már Ólafsson

2010 Brynjar Eldon Geirsson

2011 Derrick Moore

2012 Sigurpáll Geir Sveinsson

2013 Magnús Birgisson

2014 Heiðar Davíð Bragason

2015 Derrick Moore

2016 Derrick Moore

2017 Derrick Moore

2018 David Barnwell

Í aðalmyndaglugga: Arnar Már Ólafsson. Mynd: GKG