Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 22:00

Andri Þór T-1 e. 2. dag Hacienda del Alamo Open

Tólf íslenskir kylfingar taka þátt í Hacienda del Alamo Open mótinu á Spáni.

Þátttakendur eru alls 70 frá 15 þjóðlöndum.

Af Íslendingunum hefir Andri Þór Björnsson, GR, staðið sig best; er T-1 eftir 2. dag mótsins, sem stendur dagana 11.-13. febrúar 2020. Hann hefir samtals spilað á 5 undir pari, 139 höggum (65 74).

Sjá má stöðuna á Hacienda del Alamo Open með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir íslenskir kylfingar í mótinu hafa staðið sig með eftirfarandi hætti:

T-3  Bjarki Pétursson, GB – 4 undir pari, 140 högg (68 72).

T-11 Hákon Örn Magnússon, GR – 1 undir pari, 143 högg (73 70).

T-11 Tómas Hjaltested, GR – 1 undir pari, 143 högg (73 70).

T-11 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 1 undir pari, 143 högg (71 72).

T-16 Sigurður Blumenstein, GR – á parinu, 144 högg (73 71).

T-20 Dagbjartur Sigurbrandsson, GR – 1 yfir pari, 145 högg (73 72).

T-34 Böðvar Bragi Pálsson, GR – 5 yfir pari, 149 högg (73 76).

T-50 Elvar Már Kristinsson, GR, 10 yfir pari, 154 högg (75 79).

T-53 Finnur Gauti Vilhelmsson, GR, 11 yfir pari, 155 högg (78 77).

T-56 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, 13 yfir pari, 157 högg (80 77).

60. sæti Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR 17 yfir pari, 161 högg (81 80).