Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen varð T-13 í Texas

Eva Karen Björnsdóttir GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, ULM, tóku þátt í stóru og sterku háskólamóti, Texas State Invitational, sem fram fór 10.-11. febrúar og lauk í gær.

Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum.

Eva Karen lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (76 78 73).

ULM varð í 6. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Texas State Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót ULM er 10. mars n.k. líka í Texas.