Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2020

Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963. Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili. Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna Kristín sigraði í 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er alltaf meðal þeirra efstu. Kristín varð Íslandsmeistari í flokki 50+ með forgöf 2013. Kristín er gift Bóas og eiga þau eins og áður segir tvö börn Axel og Jódísi. Komast má á facebooksíðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristin Sigurbergsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Greta Isabella Voelker (17/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2020 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar urðu í 7. sæti í Flórída

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State University (GVSU) í Michigan lögðu land undir fót og tóku þátt í stóru háskólamóti í Flórída, Peggy Kirk Bell Invitational, dagana 9.-10. mars sl. Þátttakendur voru 117 frá 20 háskólum. Arna Rún lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (83 76 76) og varð T-68 í einstaklingskeppninni. Lið Örnu Rún hafnaði í 7. sæti, sem er vel ofan við miðju í mótinu. Sjá má lokastöðuna á Peggy Kirk Bell Invitational með því að SMELLA HÉR:  Á dagskrá GVSU nú á vorönn voru enn 6 mót og þau falla öll niður vegna kórónaveirunnar. Arna Rún er 2. bekkingur (ens. sophmore) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2020 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur á besta skori EKU í Flórída

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky háskólanum (EKU) tóku þátt í síðasta móti sínu á vorönn, en mót öll önnur mót EKU á vorönn hafa verið felld niður vegna Covid-19 veirunnar. Á heimasíðu kvennagolfdeildar EKU má sjá að 6 mót voru enn á dagskrá, en sem segir hafa þau hafa öll verið felld niður. Mótið sem Ragnhildur tók þátt í var UNF Collegiate, sem fram fór í Jacksonville Golf & Country Club, Flórída dagana 9.-10. mars sl. Þátttakendur voru 87 frá 16 háskólum. Ragnhildur lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (81 74 77) og varð T-38 í einstaklingskeppninni og var á besta skori EKU í þessu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2020 | 18:00

Harmon vonar að öll risamótin fari fram í ár & ræðir um Tiger – Myndskeið

Gúru allra golfkennara og þjálfara er Butch Harmon. Hann hefir þjálfað ótal atvinnukylfinga, sem eru meðal þeirra allra bestu og nægir þar að nefna Tiger Woods. Nú nýlega var tekið viðtal við Harmon og sagði hann þar m.a. enn spila golf, með takmörkunum vegna Covid-19. Eins tjáði hann sig um frestun golfmóta og sagði m.a. að hann vonaðist til að öll risamótin yrðu leikin í ár. Jafnframt svaraði hann spurningunni, sem brennur á mörgum, um hvort Tiger eigi sjéns í að slá  risa-    mótamet Jack Nicklaus. Sjá má myndskeið af viðtalinu við Butch Harmon með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðbjörg S Jónsdóttir – 22. mars 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Guðbjörg S Jónsdóttir, en hún er fædd 22. mars 1975 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Guðbjörg S Jónsdóttir F. 22. mars 1975 (45 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Peter McEvoy, 22. mars 1953 (67 ára); Lyndsay Stephen, 22. mars 1956 (64 ára); Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir, 22. mars 1957 (63 árs); Diane Pavich, 22. mars 1962 (58 ára); Tim Elliot, 22. mars 1962 (58 ára); Jeffrey Wagner 22. mars 1964 (56 ára); Ragnar Baldursson,GR 22. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Sharmila Nicollet (16/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2020 | 12:00

Fyrrum risamótsmeistari gerist umbi

Í nýjum heimi þar sem atvinnukylfingar hafa allt í einu nóg af tíma á tímum kórónavírusins, þá þjáist Paul Lawrie e.t.v. minna en flestir. Risamótsmeistari Opna breska 1999 (Lawrie) hefir reyndar aldrei verið í vandræðum með að hafa eitthvað fyrir stafni, óháð kringumstæðum. Lawrie er aðiens einn af 8 til þess að spila í fleirum en 600 mótum á Evróputúrnum – þar sem hann hefir sigrað 8 sinnum og hefir tvívegis verið í liði Evrópu í Rydernum. Lawrie er nú 51 árs og var nýliði sl. tímabil á Staysure mótaröðinni (Öldungamótaröð Evrópu); þar sem hann sigraði á  Scottish Senior Open. Lawrie keppir einnig á PGA Tour Champions milli þess sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (12/2020)

Hér koma, líkt og á öllum laugardögum nokkrir brandarar: Brandari nr. 1: Hvað öskrar rússneski forsetinn, þegar hann nær að setja boltann í holu, á flöt?  Pút in!   Brandari nr. 2 (verður að segjast á ensku): Why was Hitler so bad in golf?  He couldn´t leave the bunker.   Brandari nr. 3: „Læknirinn minn ráðlagði mér að hætta í golfi.“ „Af hverju kom eitthvað slæmt út úr hjartarannsókninni þinni?“ var spurt áhyggjufulltri röddu. „Nei, nei, hann leit bara á síðasta skorkortið mitt!!!“

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daria Pankhurst Pratt Wright Karageorgevich – 21. mars 2020

Það er Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich), sem er afmæliskylfingur dagsins, en hún fæddist í dag 21. mars 1859 og á því „161 árs afmæli“ í dag. Daría vann m.a. bronsverðlaun í golfi á Sumar Ólympíuleikunum 1900. Daría kvæntist Prins Alexis Karageorgevich, frænda Péturs konungs af Serbíu, þann 11. júní 1913, í París. Þau voru gift í 7 ár og skildu 1920. Daría lést 26. júní 1938. Hún eignaðist eina dóttur Harriette Wright og á tvö barnabörn Daríu Mercati og Leonardos Merkatis. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael McCullough, 21. mars 1945 (75 ára); Karen Lunn, 21. mars 1966 (54 ára); Stewart Cink, 21. Lesa meira