Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2020 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur á besta skori EKU í Flórída

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky háskólanum (EKU) tóku þátt í síðasta móti sínu á vorönn, en mót öll önnur mót EKU á vorönn hafa verið felld niður vegna Covid-19 veirunnar.

Á heimasíðu kvennagolfdeildar EKU má sjá að 6 mót voru enn á dagskrá, en sem segir hafa þau hafa öll verið felld niður.

Mótið sem Ragnhildur tók þátt í var UNF Collegiate, sem fram fór í Jacksonville Golf & Country Club, Flórída dagana 9.-10. mars sl.

Þátttakendur voru 87 frá 16 háskólum.

Ragnhildur lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (81 74 77) og varð T-38 í einstaklingskeppninni og var á besta skori EKU í þessu síðasta móti annarinnar.

Lið EKU varð í 14. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á UNF Collegiate með því að SMELLA HÉR: 

Ragnhildur er næstefstubekkingur (ens. junior) og mun því líklega næst keppa fyrir EKU keppnistímabilið 2020-2021, verði Covid-19 heimsfaraldurinn yfirstaðinn þá.