Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2020 | 12:00

Fyrrum risamótsmeistari gerist umbi

Í nýjum heimi þar sem atvinnukylfingar hafa allt í einu nóg af tíma á tímum kórónavírusins, þá þjáist Paul Lawrie e.t.v. minna en flestir.

Risamótsmeistari Opna breska 1999 (Lawrie) hefir reyndar aldrei verið í vandræðum með að hafa eitthvað fyrir stafni, óháð kringumstæðum.

Lawrie er aðiens einn af 8 til þess að spila í fleirum en 600 mótum á Evróputúrnum – þar sem hann hefir sigrað 8 sinnum og hefir tvívegis verið í liði Evrópu í Rydernum.

Lawrie er nú 51 árs og var nýliði sl. tímabil á Staysure mótaröðinni (Öldungamótaröð Evrópu); þar sem hann sigraði á  Scottish Senior Open.

Lawrie keppir einnig á PGA Tour Champions milli þess sem hann kennir í golfkennsluaðstöðu sinni, Golf Centre, sem er rétt hjá heimili hans, í Aberdeen.

Þegar hann er ekki að spila þá sjá hann og eiginkonan, Marian, um skipulag og stjórnun Paul Lawrie Foundation, en markmið þeirrar stofnunar er að fá eins mörg ungmenni og mögulegt er til að spila golf. Frá því að stofnunin var stofnuð fyrir meira en 2 áratugum hafa meira en 30.000 ungmenni notið góðs af henni og tekið þátt í margvíslegum uppákomum sem stofnunin hefir skipulagt frá apríl til október á hverju ári.

Og það er meira sem Lawrie „föndrar“ við. Hann styrkir David Law, kylfing á Evróputúrnum, með margvíslegum styrkjum og hefir þar að auki stofnað 5 stjörnu umboðsskrifstofu fyrir íþróttamenn, sem hefir 6 íþróttamenn á snærum sínum, þ.á.m. hann sjálfan. Jafnframt stendur umboðsskrifstofan að nokkrum mótum þ.á.m Lawrie invitational pro-am, the Brewdog Northern Open og the Farmfoods Scottish Par-3 Championship.

Þó umbjóðendurnir séu ekki margir, enn sem komið er, hentar það Lawrie vel. Reynslan hefir kennt honum að umboðsskrifstofur geta fallið í ýmsa pitti ef þær verða of fljótt stórar. Og eftir að hafa gert nokkur mistök sjálfur þá er hann þó enn fullur af eldmóð en jafnframt varkár.

Allt í einu t.d. hefir Lawrie farið úr því að ná alltaf sambandi við fólk í símann, í það að sumir eru hættir að svara símtölum hans. Það er skrítin tilfinning, sem hann á stundum í vandræðum með að skilja. Í hans augum eru það bara slæmir mannasiðir.

Mér hefir alltaf líkað að hitta fólk í viðskipum og vera í einhverju sem leiðir til árangurs,“ segir Lawrie. „Þetta er ekki það sama og að spila, auðvitað. En þegar ég kem út af fundi með góðan „díl“ fyrir kylfinga (umbjóðendur mína) þá fæ ég kikk. En fyrir okkur að taka að okkur fleiri en við erum með í augnablikinu, þá myndi ég þurfa að ráða einhvern. Ég vil ekki fara út í það strax. Eins og allt er, get ég gert allt sem ég þarf að gera og spila svolítið líka. Sex (umbjóðendur) eru nóg í augnablikinu, vegna þess hversu mikið er að gera hjá mér.“

En hvernig eru viðskipti hans sjálfs við umboðsmenn, sem hann hefir haft?

Ég hef alltaf verið harður en sanngjarn við umboðsmenn mína,“ segir Lawrie. „En ég skammaði þá fyrir að láta mig ekki vita hvað væri um að vera. Þegar þeir hittu einhverja vildi ég vita hvað um var að vera strax. Ég vildi vita hvað var sagt. Grundvallartjáskipti eru í miklum metum þegar kemur að mér. Auk þess sem mér líkar heiðarleiki. Ég hef lent í aðstæðum áður þar sem ég hef skrifað undir hjá einhverjum sem sögðu að þeir væru bara með 3-4 umbjóðendur. Og síðan 6 mánuðum síðar eru þeir með 12, sem hafði áhrif á hversu mikinn tíma þeir gátu varið í mig. Það mun ekki gerast hjá Five Star.

Sem umboðsmaður leggur Lawrie áherslu á það við alla umbjóðendur sína hversu mikilvægt sé að skapa náið samband við styrktaraðila sína. Þannig var hann sem leikmaður.

Ég var alltaf aðeins öðruvísi en flestir kylfingar,“ segir Lawrie. „Ég vildi virkilega þekkja styrktaraðila mína, sem er óvenjulegt. Flestir eftirláta allt slíkt umboðsmönnum sínum. Þeir hitta styrktaraðila sína aðeins sjaldan. En ég hef alltaf verið í nánum samskiptum við þá sem hafa látið mig  fá peninga. Ég fer og hitti þá. Ég hringi í þá. Ég skrifa þeim tölvupóst. Ég spila oft 9 holur með þá sem hafa styrkt mig lengi. Ég ligg ekki á þeim. En nokkrum sinnum á ári er bara „næs“ að hittast og ræða saman.“

Þessa afstöðu ber Lawrie inn í alla umbjóðendur sína, því þetta er nokkuð sem hefir virkað vel fyrir hann. Hann hefir mestallan feril sinn verið með 12 sömu styrktaraðilana. Þess vegna ætlar hann aðeins að útvíkka starfsemi sína hægt og vanda sig með þá umbjóðendur sem hann er með.

Ég hef notið tíma míns á Evróputúrnum,“ sagði Lawrie. „Ég hef átt góðan feril. En nú er komið að lokum hans. Ég get ekki keppt lengur á þessu stigi. Ég get enn slegið langt. En líkaminn er að bregðast mér. Mér líkar ekki að spila illa. Ég get ekki lengur gert það, sem ég gat áður. Ég slæ 100 bolta nú og mér er illt í bakinu. Þannig að ég get ekki lengur gert þá hluti sem maður þarf til þess að viðhalda því stigi leiks, sem maður þarf á aðalmótaröðinni. En ég get enn keppt við öldungana. Þar er enginn niðurskurður og jafnvel þó að standardinn sé góður, er það ekkert í samanburði við Evróputúrinn.“ 

En Lawrie hættir aldrei. Hann hefir eins og getið var um alltaf eitthvað fyrir stafni. Í lokinn er vert að geta þess að hann er sérlega vinsæll í leiðbeiningum með stutta spilið!