Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Birgisson – 26. mars 2020

Það er Arnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar er fæddur 26. mars 1965 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Arnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Arnar Birgisson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Edith Cummings 26. mars 1899-nóvember 1984;  David Delong, 26. mars 1959 (61 árs); Debbie Hall, 26. mars 1960 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!);  Lee Porter, 26. mars 1966 (54 ára); Brynja Haraldsdóttir, GP, 26. mars 1968 (52 ára); Ian Guy Hutchings, 26. mars 1968 (52 ára); Rachel Raastad, (norsk – spilar á LET access), 26. mars 1989 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Georgina Blackman (19/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2020 | 12:00

Golfvellir á Írlandi: Kilorglin golfklúbburinn lokar

Killorglin golfklúbburinn,  sem státaði af einu fallegasta útsýni írskra golfklúbba í Kerry hefir lokað eftir 28 ára starfsemi. Ekkert er sagt um lokunina á heimasíðu klúbbsins né á vefsíðu golfsambands Írlands, en klúbburinn var leystur upp sl. helgi. Það voru félagsmenn klúbbsins, sem yfirtóku reksturinn úr hendi upprunalegs eiganda, Billy Dodd, árið 2018 og báru ábyrgð á mótahaldi og veitingum, sem og viðhaldi á vellinum og rekstur klúbbhússins. Lokað var áður en stjórnir GUI og ILGU tilkynntu ákvörðun sína um að öllum klúbbum á Írlandi skyldi lokað til 19. apríl n.k. vegna Covid-19. Ljóst var að Covid-19 og þ.a.l. minnkandi innkoma af golftúrisma hafði þá þegar gert út um rekstur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir –– 25. mars 2020

Það er LET-kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 26 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili. Guðrún Brá er útskrifuð frá Fresno State háskólanum í Kaliforníu, þar sem hún spilaði golf með The Bulldogs, kvennaliði skólans í golfi. Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010 og átti mjög farsælan feril á unglingamótaröðunum. Þannig varð Guðrún Brá bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2011. Guðrún Brá tók þátt í Duke of York mótinu 2011 og 2012 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2020 | 13:00

Matthew mun leiða Solheim Cup lið Evrópu að nýju 2021

Fyrirliði evrópska sigurliðsins í Solheim Cup 2019, skoski kylfingurinn Catriona Matthew, mun leiða lið Evrópu að nýju 2021. Takist henni að sigra, verður hún fyrsti evrópski kvenfyrirliðinn til þess að stjórna Solheim Cup liði Evrópu til sigurs tvisvar í röð. Við útnefninguna sl. nóvember sagði Matthew m.a.: „Að vinna Solheim bikarinn í Skotlandi var draumur sem rættist, en að bakka sigurinn upp með sigri í Ameríku væri jafnvel enn betra.“ „Það er alltaf erfiðara að sigra í  Bandaríkjunum, en mér er það heiður að taka að mér þetta verkefni. Ég var svo heppin að vera hluti af fyrsta Evrópuliðinu sem sigraði í Bandaríkjunum, árið 2013, svo ég veit hvaða möguleikar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2020 | 07:45

Gætið að andlegu heilsu ykkar í kórónafaraldrinum!

Matt Shaw er frammistöðu sálfræðingur (ens. performance psychologist), sem starfar fyrir InnerDrive, sem er teymi íþrótta- og frammistöðu sálfræðinga, sem hafa starfað í nánu samstarfi við topp áhuga- og atvinnukylfinga, m.a. lið Breta á 2012 London og 2016 Ríó Ólympíuleikunum. Shaw úrskýrir og gefur góð ráð hér um hvernig hægt er að verja andlegu heilsuna á þessum síðustu og verstu tímum kórónafaraldursins. Skiljanlega strögglar mikið af fólki við að halda andlegri heilsu sinni nú og mun gera það á næstu vikum, þegar við horfumst í augu við óþekktar áskoranir, sem eru framundan vegna kórónavírusins. Shaw telur að það sé algerlega eðlilegt að vera kvíðin í augnablikinu og reynir að útskýra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Baldvin Jóhanns- son og Andrés Jón Davíðsson – 24. mars 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Andrés Jón Davíðsson og Baldvin Jóhannsson. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 82 ára afmæli í dag. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Andrés Jón er fæddur 24. mars 1968 og á því 52 ára afmæli í dag. Andrés Jón er í einu orði frábær!… m.a. sem golfkennari og hefir á ferli sínum t.d. þjálfað Birgi Leif Hafþórsson. Elsku Andrés Jón – innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Emelie Borggren (18/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2020 | 12:30

Alþjóðaólympíunefndin frestar Ólympíuleikunum 2020 í Japan til ársins 2021

Gestgjafaþjóð næstu Ólympíuleika, Japan, fór fram á það í ljósi kórónaveirufaraldsins að Ólympíuleikunum yrði frestað til ársins 2021. Ólympíunefndin þurfti ekki lengi að hugsa sig um og samþykkti að leikarnir fari fram á næsta ári. Í Japan eru sem stendur litlu meira en 1000 greindir með kórónavírusinn og ferðabann er til Tokýó og Ósaka. Allir, sem ferðast til Japan, verða að undirgangast 14 daga sóttkví. Í ljósi þess er ljóst að ansi erfitt hefði verið að hefja leikana 24. júlí n.k. eins og ráðgert var, því engin veit hvernig faraldurinn þróast eða hversu lengi sóttkvíarráðstafanir í Japan verða við lýði eða hvenær algerlega öruggt er að heimsækja landið. Forseti Ólympíunefndarinnar, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2020 | 03:00

Cowen með kóróna

Hinn goðsagnakenndi sveifluþjálfari Pete Cowen hefir verið að kljást við kórónavírusinn, eftir að hafa verið á Players meistaramótinu nýlega, sem var aflýst. Hann upplýsti að hann hafi verið veikur af kóróna, allt eftir heimkomuna af Sawgrass. Cowen, sem fæddur er í janúar 1951 og verður því 70 ára á næsta ári sagði að heilbrigðisstarfsmenn á mótinu hefðu staðfest að hann væri með öll einkenni kórónavírusins. „Þú vilt ekki fá þetta,“ sagði Cowen m.a. í viðtali við „The Telegraph“. „Mér líður hryllilega og myndi ekki óska neinum að fá þetta, sama hversu ungir og í góðri þjálfun þeir eru.“ Hann veiktist eftir að hafa unnið með kylfingum á borð við Brooks Lesa meira