Hákon og Guðrún Brá sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020
Keppt var um Hvaleyrarbikarinn á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili, dagana 17.-19. júlí 2020 og lauk keppni nú í dag. Keppt er í 4 flokkum þ.e. karlaflokki, kvennaflokki og liðskeppnum karla og kvenna. Sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020 eru þau Hákon Örn Magnússon, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Hákon Örn lék Hvaleyrina á samtals 4 undir pari, 138 höggum (67 71). Guðrún Brá lék á 3 undir pari, 139 höggum (69 70). Í 2. sæti í karlaflokki varð Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS á samtals 3 undir pari, 139 höggum (70 69) og T-3 á 2 undir pari, 140 höggum urðu þeir Andri Már Óskarsson, GHR (72 68) og á Axel Bóasson, GK Lesa meira
Evróputúrinn: Stalter sigraði – Íslensku strákarnir stóðu sig vel!!!
Mót vikunnar á Evróputúrnum var Euram Bank Open, sem fram fór í Ramsau, nálægt Vín í Austurríki. Sigurvegarinn varð Frakkinn Joël Stalter. Sigurskorið var 14 undir pari, 266 högg (65 65 68 68). Stalter er fæddur . Hann var með kærustu sína Floru Peuch á pokanum. Þrír íslenskir kylfingar voru meðal keppenda: GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Haraldur stóð sig best íslensku keppendanna, endaði T-50 – var á samtals 1 yfir pari, 281 höggi (70 66 70 75); Guðmundur Ágúst varð T-57 – var á samtals 3 yfir pari, 283 höggum (67 66 76 74) og litlu munaði að Andri Þór kæmist gegnum niðurskurð – hann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnfinna Björnsdóttir – 19. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Arnfinna Björnsdóttir. Arnfinna er fædd 19. júlí 1942 og á því 78 ára afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (56 ára); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (57 ára); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (25 ára); Einhleypir Síða Fyrir Ykkur Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Golfgrín á laugardegi (29/2020)
Kylfingur er með skeifu hangandi á golfpokanum sínum. Spilafélagi hans spyr: „Trúir þú á að skeifan bæti leik þinn?“ Kylfingurinn svarar: „Nei, en ég er sannfærður um að jafnvel ef maður trúir ekki á hana þá færi hún manni heppni.„
Golfgrín á laugardegi (28/2020)
Síðustu helgi datt „Golfgrín á laugardegi“ niður vegna mikils annríkis í fréttaflutningi frá meistaramótum. Hér kemur því brandarinn, sem birtast átti 11. júlí sl.. Tvær mörgæsir spila golf á einum ísflekanum á Suðurskautslandinu. Þær eru báðar búnar að pútta rauðu boltana sína í holu þegar ein mörgæsin, segir við hina: „Hefurðu heyrt að það er spilað með með hvítum golfboltum annars staðar?“ Hin mörgæsin hristir höfuðið vantrúuð: „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það á að virka!“
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Nick Faldo —– 18. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 63 ára afmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 eða fyrir 44 árum og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann var 21 árs. Þau giftu sig 1979, en Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Páll Eyvindsson – 17. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Páll Eyvindsson. Páll er fæddur 17. júlí 1954 og á því 66 ára afmæli í dag!!! Páll er í Golfklúbbi Ásatúns. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guillermo Salmerón Murciano, 17. júlí 1964 (56 ára); Steven O´Hara, skoskur, 17. júlí 1980 (40 ára stórafmæli!!!) ; Zane Scotland, 17. júlí 1982 (38 ára) …. Bílkó Smiðjuvegi (32 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
GD: Sigrún María og Anthony Karl klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Dalbúa fór fram laugardaginn 11. júlí og eru Anthony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2020. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar. Úrslit í höggleik án forgjafar var þannig að Antony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 82 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 91 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Böðvar Þórisson og Anna Svandís Helgadóttir og í 3. sæti urðu svo Jón Hilmarsson og Heiðrún Hauksdóttir. Í höggleik með forgjöf voru Þorvaldur Ingimundarson og Petrína Freyja Freyja Sigurðardóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Antony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir og í Lesa meira
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst T-9 og Haraldur T-32 e. 2. dag á Euram Bank Open
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Euram Bank Open, sem fer fram í Adamstal golfklúbbnum í Ramsau, Austurríki, dagana 15.-18. júlí og lýkur því á morgun. Þrír íslenskir kylfingar voru meðal keppenda Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, en sá síðastnefndi komst ekki í gegnum niðurskurð í gær. Eftir 2. dag er Guðmundur Ágúst T-9 þ.e. deilir 9. sætinu með 7 öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á 7 undir pari, 133 höggum; Guðmundur Ágúst (67 66). Haraldur Franklin er T-32, spilaði á 4 undir pari, 136 höggum (70 66). Efstur í hálfleik er hollenski kylfingurinn Joost Luiten, á samtals 12 undir pari, 128 höggum (65 63). Sjá Lesa meira
PGA: Finau leiðir á Memorial e. 1. dag
Það er Tony Finau, sem er í forystu eftir 1. dag The Memorial mótsins. Mótið fer að venju fram í Dublin, Ohio. Finau kom í hús á 6 undir pari, 66 höggum. Ryan Palmer fylgir fast á hæla Finau, var á 67 höggum. Sjá má stöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR:









