Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2020 | 18:00

Golfgrín á laugardegi (28/2020)

Síðustu helgi datt „Golfgrín á laugardegi“ niður vegna mikils annríkis í fréttaflutningi frá meistaramótum.

Hér kemur því brandarinn, sem birtast átti 11. júlí sl..

Mörgæsakylfingur

Tvær mörgæsir spila golf á einum ísflekanum á Suðurskautslandinu.

Þær eru báðar búnar að pútta rauðu boltana sína í holu þegar ein mörgæsin, segir við hina:

„Hefurðu heyrt að það er spilað með með hvítum golfboltum annars staðar?“

Hin mörgæsin hristir höfuðið vantrúuð: „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það á að virka!“