Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Stalter sigraði – Íslensku strákarnir stóðu sig vel!!!

Mót vikunnar á Evróputúrnum var Euram Bank Open, sem fram fór í Ramsau, nálægt Vín í Austurríki.

Sigurvegarinn varð Frakkinn Joël Stalter.  Sigurskorið var 14 undir pari, 266 högg (65 65 68 68).

Stalter er fæddur . Hann var með kærustu sína Floru Peuch á pokanum.

Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson

Þrír íslenskir kylfingar voru meðal keppenda: GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Haraldur stóð sig best íslensku keppendanna, endaði T-50 – var á samtals 1 yfir pari, 281 höggi (70 66 70 75); Guðmundur Ágúst varð T-57 – var á samtals 3 yfir pari, 283 höggum (67 66 76 74) og litlu munaði að Andri Þór kæmist gegnum niðurskurð – hann var aðeins 1 höggi frá og lauk keppni T-68 af 144 keppendum.

Sjá má lokastöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: