Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2020 | 11:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst T-9 og Haraldur T-32 e. 2. dag á Euram Bank Open

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Euram Bank Open, sem fer fram í Adamstal golfklúbbnum í Ramsau, Austurríki, dagana 15.-18. júlí og lýkur því á morgun.

Þrír íslenskir kylfingar voru meðal keppenda Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, en sá síðastnefndi komst ekki í gegnum niðurskurð í gær.

Eftir 2. dag er Guðmundur Ágúst T-9 þ.e. deilir  9. sætinu með 7  öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á 7 undir pari, 133 höggum; Guðmundur Ágúst (67 66).

Haraldur Franklin er T-32, spilaði á 4 undir pari, 136 höggum (70 66).

Efstur í hálfleik er hollenski kylfingurinn Joost Luiten, á samtals 12 undir pari, 128 höggum (65 63).

Sjá má stöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR, en 3. hringurinn er þegar hafinn.