Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (30/2020)

Í höggleiksmóti lendir Jón í pottglompu,  sem hann rétt getur kíkt upp úr. Hann gerir fyrstu tilraun að slá úr glompunni, en plomp boltinn fer bara í glompuvegginn. Önnur tilraun – plomp, þriðja – plomp, fjórða – plomp, en síðan spyr vinur hans Markús: „Hey, Jón? Ertu búinn að breyta íþróttinni?“ Jón ansar örlítið súr: „Af hverju?“ „Nú,“ segir rásfélagi hans. „Það lítur meira út eins og skvass, hjá þér í augnablikinu!“

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Íslandsmeistarans í höggleik 2011, 2014 og 2016, Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University 2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Bergmundur – 24. júlí 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Bergmundur. Einar  fæddist 24. júlí 1960 og á því 60 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan   Einar Bergmundur  – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (87 ára);  Einar Bergmundur, 24. júlí 1960 (60 árs); Axel Þórarinn Þorsteinsson, 24. júlí 1963 (57 ára)  Sigurjón R. Hrafnkelsson, 24. júlí 1963 (57 ára); Björn Ólafur Ingvarsson, 24. júlí 1969 (51 árs); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (48 ára – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); Jordi Garcia del Moral, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mikko Korhonen – 23. júlí 2020

Afmæliskylfingur dagsins er finnski kylfingurinn Mikko Korhonen. Mikko er fæddur 23. júlí 1980 og er því 40 ára í dag. Mikko varð m.a. nr. 1 í Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfvellinum 2014 og var fyrsti finnski kylfingurinn til þess að ná þeim árangri. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Korhonen með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (62 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (48 ára); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (47 ára); Kiradech Aphibarnrat, 23. júlí 1989 (31 árs); Harris English, 23. júlí 1989 (31 árs); Samuel (Sam) Holland Burns 23. júlí 1996 (24 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2020 | 18:00

GF: Hafdís og Sindri Snær klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Golfklúbbsins að Flúðum (GF) fór fram 18. júlí sl. Þátttakendur, sem luku keppi voru 68 og kepptu þeir í 7 flokkum. Spilaðir voru tveir hringir. Klúbbmeistarar GF 2020 eru þau Hafdís Ævarsdóttir og Sindri Snær Alfreðsson. Golfklúbbur Flúða fagnar í ár 35 ára afmæli og var haldið upp á afmælið í lokahófinu. GF var stofnað 1985. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GF í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum í meistaramóti GF 2020 hér að neðan: 1. flokkur karla (9 þátttakendur): 1. Sindri Snær Alfreðsson, 3 yfir pari, 143 högg (76 67) 2. Árni Tómasson, 5 yfir pari, 145 högg (69 76) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer, Valur og Þór – 22. júlí 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Kristófer Helgason, Valur Valdimarsson og Þór Einarsson. Valur er fæddur 22. júlí 1950 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan:   Valur Valdimarsson (70 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)   Kristófer er fæddur 22. júlí 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan: Kristófer Helgason 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)   Þór er fæddur 22. júlí 2000 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maggi Birgis –—— 21. júlí 2020

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og á því 61 árs afmæli. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ). Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2020 | 17:00

PGA: Rahm sigraði á Memorial!

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour; The Memorial, sem að verju fór fram í Dublin, Ohio. Sigurskor Rahm var 9 undir pari, 279 högg (69 67 68 75). Fyrir sigur í mótinu hlaut Rahm $1,674,000. Með sigrinum hefir Rahm sigrað a.m.k. 1 sinni á hverju undanfarinna 4 keppnistímabila PGA Tour undanfarin 4 ár! Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Ryan Palmer á samtals 6 undir pari og í 3. sæti Matthew Fitzpatrick frá Englandi á samtals 5 undir pari. Sjá má lokastöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldur Friðberg Björnsson – 20. júlí 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Baldur Friðberg Björnsson.Baldur Friðberg er fæddur 20. júlí 1990 og á því 30 ára STÓRAFMÆLI í dag!!! Komast má á facebook síðu Baldurs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Baldur Friðberg Björnsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (84 ára); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (75 ára); Þórleifur Gestsson, 20. júlí 1966 (54 árs); Aslaug Fridriksdottir, 20. júlí 1968 (52 ára); Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (44 ára); James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2020 | 06:00

GÓS: Birna og Eyþór klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Golfklúbbsins Óss (GÓS) fór fram dagana 3. og 4. júlí sl. á Vatnahverfisvelli á Blönduósi í fínu veðri. Þátttakendur í ár voru 8 og léku þeir í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GÓS 2020 eru þau Birna Sigfúsdóttir og Eyþór Franzon Wechner. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GÓS í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Eins má sjá öll úrslit hér að neðan:  Meistaraflokkur karla. 1.sæti  Eyþór Franzson Wechner, 30 yfir pari, 170 högg (85 85). 2.sæti  Jón Jóhannsson, 35 yfir pari, 175 högg (89 86). 3.sæti  Valgeir M Valgeirsson, 46 yfir pari, 186 högg (99 87). Meistaraflokkur kvenna. 1.sæti  Birna Sigfúsdóttir,65 yfir pari, 205 högg (100 105). 2.sæti  Jóhanna G Jónasdóttir, Lesa meira