Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2020 | 22:00

Hákon og Guðrún Brá sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020

Keppt var um Hvaleyrarbikarinn á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili, dagana 17.-19. júlí 2020 og lauk keppni nú í dag.

Keppt er í 4 flokkum þ.e. karlaflokki, kvennaflokki og liðskeppnum karla og kvenna.

Sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020 eru þau Hákon Örn Magnússon, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Hákon Örn lék Hvaleyrina á samtals 4 undir pari, 138 höggum (67 71).

Guðrún Brá lék á 3 undir pari, 139 höggum (69 70).

Í 2. sæti í karlaflokki varð Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS á samtals 3 undir pari, 139 höggum (70 69) og T-3 á 2 undir pari, 140 höggum urðu þeir Andri Már Óskarsson, GHR (72 68) og á Axel Bóasson, GK (71 69).

Í 2. sæti í kvennaflokki varð Hulda Clara Gestsdóttir, GKG á 2 yfir pari, 144 höggum (77 67) og í 3. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, á 4 yfir pari, 146 höggum (74 72).

Í liðakeppni karla tóku þátt 7 sveitir og þar sigraði karlasveit Golfklúbbsins Keilis á samtals 424 höggum; í 2. sæti varð sveit GR á samtals 428 höggum og í 3. sæti varð sveit GKG á samtals 429 höggum.

í liðakeppni kvenna tóku þátt 3 sveitir og þar sigraði kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur á samtals 295 höggum, sveit GKG varð í 2. sæti á 299 höggum og sveit GK í 3. sæti á samtals 301 höggi.

Sjá má öll úrslit úr Hvaleyrarbikarnum 2020 með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020: Hákon Örn Magnússon og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: GSÍ.