
Hákon og Guðrún Brá sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020
Keppt var um Hvaleyrarbikarinn á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili, dagana 17.-19. júlí 2020 og lauk keppni nú í dag.
Keppt er í 4 flokkum þ.e. karlaflokki, kvennaflokki og liðskeppnum karla og kvenna.
Sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020 eru þau Hákon Örn Magnússon, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Hákon Örn lék Hvaleyrina á samtals 4 undir pari, 138 höggum (67 71).
Guðrún Brá lék á 3 undir pari, 139 höggum (69 70).
Í 2. sæti í karlaflokki varð Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS á samtals 3 undir pari, 139 höggum (70 69) og T-3 á 2 undir pari, 140 höggum urðu þeir Andri Már Óskarsson, GHR (72 68) og á Axel Bóasson, GK (71 69).
Í 2. sæti í kvennaflokki varð Hulda Clara Gestsdóttir, GKG á 2 yfir pari, 144 höggum (77 67) og í 3. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, á 4 yfir pari, 146 höggum (74 72).
Í liðakeppni karla tóku þátt 7 sveitir og þar sigraði karlasveit Golfklúbbsins Keilis á samtals 424 höggum; í 2. sæti varð sveit GR á samtals 428 höggum og í 3. sæti varð sveit GKG á samtals 429 höggum.
í liðakeppni kvenna tóku þátt 3 sveitir og þar sigraði kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur á samtals 295 höggum, sveit GKG varð í 2. sæti á 299 höggum og sveit GK í 3. sæti á samtals 301 höggi.
Sjá má öll úrslit úr Hvaleyrarbikarnum 2020 með því að SMELLA HÉR:
Í aðalmyndaglugga: Sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins 2020: Hákon Örn Magnússon og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: GSÍ.
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021