Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2021 | 00:01

Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila

Nr. 3 í heiminum, Justin Thomas, 27 ára, missti úr höndum sér styrktarsamning við Ralph Lauren vegna orðsins „faggot“ sem hann viðhafði um sjálfan sig eftir að hafa misst par pútt, á 4. holu á Plantation vellinum í Kapalua, þegar hann keppti á Sentry Tournament of Champions, 9. janúar sl. Hann bölvaði sjálfum sér og það heyrðist í hljóðnema, sem var þar nærri. Eftir hringinn baðst Thomas afsökunar. Í fréttatilkynningu frá Ralph Lauren sagði m.a.: „Okkur er hugleikið nýlegt orðfæri herra Thomas, sem er algjörlega í ósamræmi við gildi okkar,“ sagði fyrirtækið í yfirlýsingu. „Þó við viðurkennum að hann hefur beðist afsökunar og viðurkenni alvarleika orða sinna, er hann launaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2021 | 21:00

GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020

Lárus Ingi Antonsson var krýndur kylfingur ársins 2020 hjá Golfklúbbi Akureyrar (GA). Lárus Ingi  er klúbbmeistari GA 2020 og náði hann 2. sæti í flokki 17-18 ára á Íslandsmóti unglinga í höggleik. Hann var hluti af liðum GA í Íslandsmóti golfklúbba, bæði í 1. deild karla og flokki 18 ára og yngri þar sem liðið varð í 3. sæti. Lárus var valinn í landslið 18 ára og yngri á þessu ári. Hann er samviskusamur, hefur góða leiðtogahæfileika og er öðrum kylfingum flott fyrirmynd. Golf 1 óskar Lárusi Inga til hamingju með heiðurstitlinn! Aðalmyndagluggi: Lárus Ingi Antonsson, GA. Mynd: Golf 1

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2021 | 20:00

Tiger: „Hún brosir ekki núna!“

Sjö mánuðum áður en Tiger Woods sigraði á 1. risamóti sínu, þ.e. á Masters 1997, spilaði hann í U.S. Amateur Championship, 1996. Tiger sigraði í því móti, en varð að hafa fyrir sigrinum; Andstæðingur hans þar var Steven Scott. Nýlega birtist viðtal við Scott um viðureign þeirra Tiger 1996. Scott rifjaði upp hvaða tækni Butch Harmon, sem þá var þjálfari Tiger beitti til þess að halda honum beittum. Kaddý Scott, var þáverandi kærasta hans, Kristi, núverandi eiginkona hans, sem þá spilaði á LPGA. Scott sagði frá því að eftir upphitun 18 holur, einn morguninn, hefði Butch sagt við Tiger: „ Hey, í hvert skipti sem þú missir pútt tekurðu eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Birnir Valur Lárusson. Birnir Valur er fæddur 17. janúar 2001 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Birnir Valur Lárusson– Innilega til hamingju með 20 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983); Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (86 ára); Unnur Pétursdóttir, 17. janúar 1957 (64 ára); Sólrún Viðarsdóttir, 17. janúar 1962 (59 ára); Nina Muehl, 17. janúar 1987 (34 ára – austurrísk – LET); Lucie Andrè, 17. janúar 1988 (33 ára); …. og ….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2021 | 07:00

PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open

Það er bandaríski kylfingurinn Brendan Steele, sem er einn efstur á Sony Open fyrir lokahringinn, sem verður spilaður í kvöld. Steele átti frábæran 3. hring upp á 61 högg! Samtals er Steele búinn að spila á 18 undir pari, 192 höggum (65 66 61). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Brendan Steele með því að  SMELLA HÉR:  Jafnir í 2. sæti eru Joaquin Niemann frá Chile og bandaríski kylfingurinn Kevin Na, báðir á samtals 16 undir pari hvor, þ.e. 2 höggum á eftir Steele. Fimm kylfingar (Stewart Cink, Chris Kirk, Russell Henley, Peter Malnati og Charley Hoffman) deila síðan 4. sæti á samtals 15 undir pari, hver. Kanadamaðurinn Nick Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2021 | 20:00

Eru Phil og Tiger vinir?

Golfstjörnurnar Tiger Woods og Phil Mickelson hafa átt ansi skrautlegt samband. Einu sinni voru þeir bitrir keppinautar, þessa dagana, virðast þeir tveir nú hafa þróað eitthvað, sem líkist mjög raunverulegri vináttu, sem hefur komið ýmsum á óvart sem þekkja þá best. Kylfingurinn Davis Love III sagði í viðtali í Golf Digest að hann væri sérstaklega hissa á því að Tiger hefði grafið stríðsöxina. „Það (Vináttutilburðir) hefðu ekki komið mér á óvart frá Phil. Það er bara sá sem hann er, það er persónuleiki hans. En ef þú hefðir spurt mig fyrir 15 árum hvort þetta myndi gerast, hefði ég ekki haldið að við myndum sjá það frá Tiger. [….] Við þekktum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (3/2021)

„Í kirkjunni veit maður strax hver af hinum trúuðu er kylfingur!“ „Ha?“ Hvernig veit maður það? “ „Jú, kylfingar eru þeir sem nota „Interlock-gripið“ þegar þeir biðja.“ 🙂

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2021 | 19:30

DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump

Bryson DeChambeau hefir spilað golf við Donald Trump, sem enn er Bandaríkjaforseti í 4 daga. Á Sentry Tournament of Champions vakti hins vegar athygli að DeChambeau var ekki með lógó Trump Golf á pokanum sínum. Á blaðamannafundi fyrir Sádí International forðaðist hann hins vegar eins og heitan eldinn að ræða samband sitt við Trump, álit sitt á honum eða Trump fjölskyldunni, líklega til þess að halda í styrktaraðila sinn, sem Trump er. Eftir Opna bandaríska risamótið hélt hann m.a. upp á sigurinn með syni Trump, Eric á Trump Bedminster. „Ég veit að það er mikið í gangi í dag og ég vil í raun ekki tala of mikið um sambönd Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2021 | 18:00

Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar

Ingi Þór Hermannsson, fyrrum formaður Golfklúbbsins Odds, fékk á dögunum viðurkenningu á íþróttahátíð Garðabæjar fyrir störf sín fyrir Golfklúbbinn Odd. Athöfnin fór fram þann 10. janúar s.l. þar sem að veittar voru viðurkenningar fyrir framlag til félagsmála í Garðabæ. Þetta kemur fram á heimasíðu GO. Björg Fenger formaður Íþrótta og tómstundaráðs Garðabæjar veitti viðurkenningar ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra en hátíðin var send út í vefútsendingu vegna fjöldatakmarkana. Hægt er að skoða upptöku frá útsendingunni hér fyrir neðan. Ingi Þór Hermannsson var formaður Golfklúbbsins Odds frá árinu 2009 til ársins 2016 eða í alls 7 starfsár af þeim 27 sem Golfklúbburinn Oddur hefur starfað og lengur en nokkur annar formaður til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Kristján Þór Gunnarsson. Kristján Gunnar er fæddur 16. janúar 1958 og á því 63 ára afmæli í dag. Hann er í GKG. Komast má á facebook síðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Kristján Þór Gunnarsson, GKG. Kristján Þór – 63 ára – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón Rúdolf, 16. janúar 1959 (62 ára); Stanley Frank Utley, 16. janúar 1962 (59 ára); Gail Graham, 16. janúar 1964 (57 ára); Lee McIntyre, 16. janúar 1972 (49 ára); Bradley Fred Adamonis, 16. janúar 1973 (48 ára); Jimmy Walker, 16. janúar 1979 Lesa meira