Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2021 | 20:00

Tiger: „Hún brosir ekki núna!“

Sjö mánuðum áður en Tiger Woods sigraði á 1. risamóti sínu, þ.e. á Masters 1997, spilaði hann í U.S. Amateur Championship, 1996.

Tiger sigraði í því móti, en varð að hafa fyrir sigrinum; Andstæðingur hans þar var Steven Scott.

Nýlega birtist viðtal við Scott um viðureign þeirra Tiger 1996.

Scott rifjaði upp hvaða tækni Butch Harmon, sem þá var þjálfari Tiger beitti til þess að halda honum beittum.

Kaddý Scott, var þáverandi kærasta hans, Kristi, núverandi eiginkona hans, sem þá spilaði á LPGA.

Scott sagði frá því að eftir upphitun 18 holur, einn morguninn, hefði Butch sagt við Tiger: „ Hey, í hvert skipti sem þú missir pútt tekurðu eftir því að stelpan þarna fer að hlæja með Steve?

„Þegar hann kom af 35. holunni (í viðurein þeirra á US Amateur) eftir að hafa sökkt (frægu) 35 feta (u.þ.b. 13 metra) pútti,kom hann (Tiger) til mín og sagði„ Jæja, hún brosir ekki núna.

Steve Scott skyldi ekki neitt í neinu, en Tiger útskýrði hvað Butch hefði sagt við hann.

Scott sagði: „Þetta var allt hvatningarsaga. Konan mín er atvinnumaður á LPGA ,sem myndi aldrei gera slíka hluti. Hún þekkir golfleikinn nógu vel til þess að hún myndi aldrei gera neitt slíkt.“ 

Scott sagðist síðan hafa verið staddur mörgum árum síðar á fyrirlestri í New York, þar sem Butch Harmon var ræðumaður.  Og viti menn … hann sagði þessa gömlu sögu.

Áheyrendur og viðstaddir, flest golfkennarar, fóru allir að horfa á Steve Scott, sem sagði að Butch hefði beðist afsökunar eftir fyrirlesturinn.

En Butch er nú einu sinni Butch,“ sagði Steve Scott, fyrrum keppinautur Tiger Woods.