Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2021 | 00:01

Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila

Nr. 3 í heiminum, Justin Thomas, 27 ára, missti úr höndum sér styrktarsamning við Ralph Lauren vegna orðsins „faggot“ sem hann viðhafði um sjálfan sig eftir að hafa misst par pútt, á 4. holu á Plantation vellinum í Kapalua, þegar hann keppti á Sentry Tournament of Champions, 9. janúar sl.

Hann bölvaði sjálfum sér og það heyrðist í hljóðnema, sem var þar nærri.

Eftir hringinn baðst Thomas afsökunar.

Í fréttatilkynningu frá Ralph Lauren sagði m.a.:

Okkur er hugleikið nýlegt orðfæri herra Thomas, sem er algjörlega í ósamræmi við gildi okkar,“ sagði fyrirtækið í yfirlýsingu.

Þó við viðurkennum að hann hefur beðist afsökunar og viðurkenni alvarleika orða sinna, er hann launaður sendiherra. vörumerkis okkar og aðgerðir hans stangast á við þá menningu sem við leitumst við að halda uppi. „Þegar við veltum fyrir okkur ábyrgðinni gagnvart öllum hagsmunaaðilum okkar, höfum við ákveðið að hætta að styrkja Thomas á þessum tíma.“

Justin Thomas hefur verið styrktur af  Ralph Lauren frá árinu 2013 og skrifaði aftur undir samning við fyrirtækið árið 2018.

Samkvæmt vefsíðu Thomasar eru Titleist, FootJoy, NetJets og Citi meðal annarra styrktaraðila hans.

Justin Thomas er ekki að keppa á Sony Open, heldur mun hann spila á Evrópumótaröðinni í næstu viku í Abu Dhabi.