Lárus Ingi Antonsson, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2021 | 21:00

GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020

Lárus Ingi Antonsson var krýndur kylfingur ársins 2020 hjá Golfklúbbi Akureyrar (GA).

Lárus Ingi  er klúbbmeistari GA 2020 og náði hann 2. sæti í flokki 17-18 ára á Íslandsmóti unglinga í höggleik.

Hann var hluti af liðum GA í Íslandsmóti golfklúbba, bæði í 1. deild karla og flokki 18 ára og yngri þar sem liðið varð í 3. sæti.

Lárus var valinn í landslið 18 ára og yngri á þessu ári.

Hann er samviskusamur, hefur góða leiðtogahæfileika og er öðrum kylfingum flott fyrirmynd.

Golf 1 óskar Lárusi Inga til hamingju með heiðurstitlinn!

Aðalmyndagluggi: Lárus Ingi Antonsson, GA. Mynd: Golf 1