Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2021 | 07:30

Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?

Keith Mills, sem var aðalmaðurinn í undirbúningsnefnd fyrir Ólympíuleikana, sem haldnir voru í London 2012 hefir sagt að skipuleggjendur Tokyo leikana ættu að fara að skipuleggja að fresta leikunum aftur. Japanskir nefndarmenn og menn í alþjóða ólympíunefndinni eru hins vegar enn ákveðnir í að leikarnir sem áttu að fara fram í Japan 2020 og var frestað muni fara fram í júlí og ágúst 2021 þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn, sem geysar um allan heim. „Persónulega, þar sem ég sit hér og horfi á faraldurinn um allan heim, í S-Ameríku, N-Ameríku, Afríku og Evrópu, þá er það ólíklegt (að leikarnir fari fram),“ sagði Mills í viðtali við BBC. „Ef ég væri í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2021 | 07:00

Haraldur Júlíusson látinn

Haraldur Júlíusson félagsmaður í Golfklúbbi Akureyrar til margra ára lést 27. desember 2020. Haraldur var mörgum GA félögum vel kunnugur. Halli Júl eins og hann var gjarnan kallaður spilaði mikið golf og þaut um völlinn á skutlunni sinni á seinni árum og missti varla úr degi af golfi. Haraldur fæddist þann 18. október 1951 og var búinn að vera félagsmaður í GA síðan 1986. Halli keppti lengi fyrir öldungasveit GA og varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari fyrir hönd klúbbsins og hlaut fyrir það afreksmerki GA. Halli Júl varð sex sinnum Arctic Open meistari í flokki 55 ára og eldri, nú síðast 2016. Golf 1 sendir aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2021 | 06:00

GM: 40 ár frá stofnun GKJ

GM fagnaði þann 7. desember sl. að 40 ár voru liðin frá því að forveri klúbbsins, Golfklúbburinn Kjölur (GKJ), var stofnaður. Golfklúbburinn Kjölur var stofnaður 7. desember 1980 og voru stofnfélagar 30 talsins. Fyrsta sumarið í sögu klúbbsins var fengið að láni land í Leirvogstungu. Í maí 1983 var undirritaður samningur milli Mosfellshrepps og golfklúbbsins um leigu á landi því, sem Hlíðavöllur er nú á. Var Hlíðavöllur var formlega tekinn í notkun í júlí 1986. Það var svo árið 2014 sem að Golfklúbburinn Kjölur og Golfklúbbur Bakkakots sameinuðust undir nafni Golfklúbbs Mosfellsbæjar. GM-ingar gátu því miður ekki haldið veislu,  en buðu engu að síður upp á köku í tilefni dagsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2021 | 19:00

GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020

Veigar Heiðarsson fékk háttvísibikar GA árið 2020, en hann var veittur á aðalfundi Golfklúbbs Akureyrar (GA), 15. desember sl. Veigar er hvetjandi, jákvæður og góður liðsfélagi. Hann er þekktur fyrir að hrósa og hvetja mótherjann áfram og hefur ávallt sýnt sannan íþróttaanda í mótum og er fyrirmynd fyrir aðra kylfinga. Hann náði afburðarárangri í sumar í sínu flokki þar sem hann varð bæði Íslandsmeistari í holukeppni og stigameistari. Veigar tók einnig þátt í Íslandsmótinu í golfi í fyrsta skiptið og var yngsti keppandinn til að komast inn á mótið án þess að fara á biðlista og hafði þar betur gegn föður sínum Heiðari Davíð! Golf 1 óskar Veigari til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2021 | 18:00

Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald

Bandaríski kylfingurinn Paige Spiranac telur að Tiger Woods eigi skilið „break“, þ.e. að fá að vera í friði fyrir gagnrýni sem átti sér stað fyrir yfir 10 árum. Sl. sunnudag var sýndur 2. hluti heimildarþátttaraðarinnar Tiger ( HBO Max’s Tiger,) þar sem gamlar syndir Tiger voru rifjaðar upp. Sjá trailer hér að neðan: Spiranac telur að Tiger hafi verið dæmdur of hart fyrir framhjáhaldið, þ.e. að halda framhjá þáverandi eiginkonu sinni og móður tveggja barna sinna, Elínu Nordegren. Hún segir að Tiger sé ekkert skrímsli og djúpsálarfræðingurinn sem hún er, segir hún ekki erfitt að sjá að Tiger hafi haldið framhjá vegna þess að hann átti ekkert „eðlilegt líf“ vegna þess að hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Tommy Fleetwood. Tommy eða Thomas Paul Fleetwood eins og hann heitir fullu nafni en hann er fæddur 19. janúar 1991 og á því 30 ára stórafmæli!!! Tommy er annar helmingur „Moliwood“, þ.e. liðstvenndar hans sjálfs og ítalska kylfingsins Francesco Molinari, sem sló rækilega í gegn í Ryderbikarskeppninni 2018, þar sem lið Evrópu sigraði í París, Frakklandi með 17 1/2 vinningi g. 10 1/2. Moliwood varð fyrsta liðstvenndin í sögu Rydersins til þess að vinna alla 4 leiki sína.  Tommy er líka aðeins 6. kylfingurinn í sögu Opna bandaríska risamótsins til þess að ná skorinu 63, en hann varð samt að láta sér lynda 2. sætið í því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2021 | 10:00

PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar

Mót vikunnar á PGA Tour er American Express PGA, sem fram fer í La Quinta, Kaliforníu. Nr. 2 á heimslistanum, Jon Rahm, hefir dregið sig úr mótinu, án þess að nefna ástæðu. Talið var líklegt að hann ætti sigurinn vísan á mótinu Þetta þýðir að nú eru  Patrick Cantlay (nr. 10), Patrick Reed (nr. 11) og Brooks Koepka (nr. 12) host „rönkuðu“ kylfingar í mótinu. Rahm sigraði á American Express árið 2018 eftir 4 holu bráðabana við Andrew Landry. Í fyrra spilaði hann heldur ekki í mótinu vegna þess að hann kvæntist konu sinni Kelley og hélt upp á það bæði á Spáni og í Arizona. Brandon Hagy mun taka þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Guðný María Guðmundsdóttir. Guðný María er fædd 18. janúar 1955 og á því 66 ára afmæli í dag!!! Guðný María er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hún hefir m.a. séð til þess að GVS hefir árlega haldið hið frábæra Art Deco kvennamót. Guðný María Guðmundsdóttir. Mynd: Golf 1 Guðný María Guðmundsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. janúar 1912 – 1984 (109 ára fæðingarafmæli í dag!); Þóra Jónsdóttir, 18. janúar 1964 (57 ára);  Heiðar Ingi Svansson, 18. janúar 1968 (53 ára); Belinda Kerr, 18. janúar 1984 (37 ára); Zander Lombard, 18. janúar 1995 (26 ára); Mathilda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2021 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Kevin Na?

Kevin Sangwook Na fæddist 15. september 1983 í Suður-Kóreu og er því 37 ára. Fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var 8 ára og hann gerðist atvinnumaður í golfi þegar hann var 17 ára.  Hann fékk síðan bandarískan ríkisborgararétt og býr nú í Las Vegas í Nevada. Na spilaði á Asíutúrnum (og sigraði þar 2002 í Volvo Masters of Asia), Evróputúrnum og The Nationwide Tour (þar sem hann vann á Mark Christopher Charity Classic) og nú síðast á PGA Tour (þar sem hann sigraði á Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open) í fyrra, 2011. Á árinu 2009 varð hann 9 sinnum meðal 10 efstu og varð í 19. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2021 | 01:30

PGA: Na sigraði á Sony Open

Það var Kevin Na, sem stóð uppi sem sigurvegari á Sony Open. Sigurskor Na var 21 undir pari, 259 höggum (67 66 61 65). Þetta er 5. PGA Tour sigur Na. Í 2. sæti urðu Chris Kirk og Joaquin Niemann á samtals 20 undir pari. Í 4. sæti urðu síðan Webb Simpson, Marc Leishman og Brendan Steele, á samtals 19 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Sony Open með því að SMELLA HÉR: