Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2021 | 07:00

PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open

Það er bandaríski kylfingurinn Brendan Steele, sem er einn efstur á Sony Open fyrir lokahringinn, sem verður spilaður í kvöld.

Steele átti frábæran 3. hring upp á 61 högg!

Samtals er Steele búinn að spila á 18 undir pari, 192 höggum (65 66 61).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Brendan Steele með því að  SMELLA HÉR: 

Jafnir í 2. sæti eru Joaquin Niemann frá Chile og bandaríski kylfingurinn Kevin Na, báðir á samtals 16 undir pari hvor, þ.e. 2 höggum á eftir Steele.

Fimm kylfingar (Stewart Cink, Chris Kirk, Russell Henley, Peter Malnati og Charley Hoffman) deila síðan 4. sæti á samtals 15 undir pari, hver.

Kanadamaðurinn Nick Taylor, sem leiddi í hálfleik er dottinn í 9. sæti, sem hann deilir ásamt þeim (Marc Leishman, Daniel Berger og Keith Mitchell)

Sjá má stöðuna á Sony Open eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR: