Veigar Heiðarsson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2021 | 19:00

GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020

Veigar Heiðarsson fékk háttvísibikar GA árið 2020, en hann var veittur á aðalfundi Golfklúbbs Akureyrar (GA), 15. desember sl.

Veigar er hvetjandi, jákvæður og góður liðsfélagi. Hann er þekktur fyrir að hrósa og hvetja mótherjann áfram og hefur ávallt sýnt sannan íþróttaanda í mótum og er fyrirmynd fyrir aðra kylfinga.

Hann náði afburðarárangri í sumar í sínu flokki þar sem hann varð bæði Íslandsmeistari í holukeppni og stigameistari.

Veigar tók einnig þátt í Íslandsmótinu í golfi í fyrsta skiptið og var yngsti keppandinn til að komast inn á mótið án þess að fara á biðlista og hafði þar betur gegn föður sínum Heiðari Davíð!

Golf 1 óskar Veigari til hamingju með háttvísibikarinn!