Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2021 | 06:00

GM: 40 ár frá stofnun GKJ

GM fagnaði þann 7. desember sl. að 40 ár voru liðin frá því að forveri klúbbsins, Golfklúbburinn Kjölur (GKJ), var stofnaður.

Golfklúbburinn Kjölur var stofnaður 7. desember 1980 og voru stofnfélagar 30 talsins. Fyrsta sumarið í sögu klúbbsins var fengið að láni land í Leirvogstungu. Í maí 1983 var undirritaður samningur milli Mosfellshrepps og golfklúbbsins um leigu á landi því, sem Hlíðavöllur er nú á. Var Hlíðavöllur var formlega tekinn í notkun í júlí 1986.

Það var svo árið 2014 sem að Golfklúbburinn Kjölur og Golfklúbbur Bakkakots sameinuðust undir nafni Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

GM-ingar gátu því miður ekki haldið veislu,  en buðu engu að síður upp á köku í tilefni dagsins í desember sl. og nutu krakkarnir í klúbbnum, sem mættu til æfinga hjá klúbbnum kökusneiðar af afmæliskökunni, sem sjá má í aðalmyndaglugga.

Golf 1 var viðstatt 30 ára afmæli GKJ og á ekki til orð yfir hversu hratt tíminn flýgur – Golf 1 óskar GM og GM-ingum innilega til hamingju með árin 40 ….. svona eftir á ….. og vonast eftir veglegri afmælisveislu nk sumar!!!