Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2021 | 18:00

Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald

Bandaríski kylfingurinn Paige Spiranac telur að Tiger Woods eigi skilið „break“, þ.e. að fá að vera í friði fyrir gagnrýni sem átti sér stað fyrir yfir 10 árum.

Sl. sunnudag var sýndur 2. hluti heimildarþátttaraðarinnar Tiger ( HBO Max’s Tiger,) þar sem gamlar syndir Tiger voru rifjaðar upp.

Sjá trailer hér að neðan:

Spiranac telur að Tiger hafi verið dæmdur of hart fyrir framhjáhaldið, þ.e. að halda framhjá þáverandi eiginkonu sinni og móður tveggja barna sinna, Elínu Nordegren.

Hún segir að Tiger sé ekkert skrímsli og djúpsálarfræðingurinn sem hún er, segir hún ekki erfitt að sjá að Tiger hafi haldið framhjá vegna þess að hann átti ekkert „eðlilegt líf“ vegna þess að hann var golfundrabarn og auk þess horfði hann upp á framhjáhöld föður síns.

Á podcasti sínu , Playing A Round With Paige Renee, segir Spiranac m.a. „Ég tel að fólk hafi verið allt of hart við hann þegar kom að samskiptum hans við framhjáhöldin og það varð efni eilífra kjaftsagna

Menn ættu bara að líta á eigið líf og þá hluti sem þeir hafa gert,“ „Enginn lifir fullkomnu lífi og við gerum öll mistök.“

Þess mætti loks geta að ekki er vitað til þess að Spiranac sé ein hinna fjölmörgu sem Tiger stóð í framhjáhöldum með.