Harrington með Covid-19
Fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum, írski kylfingurinn Padraig Harrington, hefur sagt sig úr AT&T Pebble Beach Pro-Am eftir að hafa greinst með Covid-19. Harrington tók þátt í Phoenix Open í síðustu viku, en verður núna að undirgangast einangrun. Kóreanski kylfingurinn Bae Sang-moon tekur sæti hans á Pebble Beach mótinu, sem að þessu sinni fer á tveimur völlum í stað þriggja s.s. venja er fyrir. Mótið hefur þurft að gera breytingar vegna heimsfaraldursins, þar sem Pro-Am hlutanum var m.a. aflýst vegna Covid-19 samskiptareglna. Í stað þess að keppt sé á þremur völlum í ár fer mótið fram á Pebble Beach og Spyglass Hill, þar sem niðurskurðurinn verður eftir 36 holur í stað Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingibergur Einarsson – 9. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ingibergur Einarsson, en hann er fæddur 9. febrúar 1955 og á því 66 ára afmæli í dag. Ingibergur er í Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Ingibergur Einarsson (66 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 – d. 18. febrúar 1997); Sandy Lyle, 9. febrúar 1958 (63 ára) og Mark Tullo, 9. febrúar 1978 (43 ára); Anna Rossi, 9. febrúar 1986 (35 ára); Gary Stal, 9. febrúar 1992 (29 ára) … og … Golf 1 óskar öllum kylfingum Lesa meira
PGA: Koepka sigurvegari WM Phoenix Open
Það var Brooks Koepka, sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open mótinu. Mótið er þekkt fyrir hávaðasama áhorfendur og áhangendur, en þeim var fækkað verulega í ár sökum Covid-19. Sigurskor Koepka var 19 undir pari, 265 högg (68 66 66 65). Öðru sætinu deildu þeir Kyoung-Hoon Lee frá S-Kóreu og bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele, en þeir voru báðir aðeins 1 höggi á eftir Koepka þ.e. báðir á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Ottó Kristinsson – 8. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Ottó Kristinsson. Hann er fæddur 8. febrúar 1997 og á því 24 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Stefáns Ottó til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Stefán Ottó Kristinsson – Innilega til hamingju með 24 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Guðríður Ólafsdóttir; 8. febrúar 1950 (71 árs) Friðrik Friðriksson, GKG, fgj. 17.2, 8. febrúar 1957 (64 ára); Rósa Guðmundsdóttir, 8. febrúar 1963 (58 ára); Ari Arsalsson, 8. febrúar 1973 (48 ára) Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, 8. febrúar 1976 (45 ára); Paige MacKenzie, 8. febrúar 1983 (38 ára); Kelly Tidy, 8. febrúar Lesa meira
Evróputúrinn: DJ sigraði í Sádí
Saudi International powered by SoftBank Investment Advisers mótið fór fram dagana 4.-7. febrúar á Royal Greens G&CC, í King Abdullah Economic City, Sádí-Arabíu og lauk því nú fyrr í dag. Sigurvegari mótsins var Dustin Johnson (DJ) og er þetta 2. sigur hans í þessu móti. Sigurskorið var samtals 15 undir pari, 265 högg (67 64 66 68). Þetta var 9. sigur DJ á Evróputúrnum og samtals eru sigrarnir á ferli hans orðnir 27. Í 2. sæti á Saudi International, 2 höggum á eftir DJ urðu Tony Finau og Justin Rose, báðir á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna í Saudi International mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Kristjánsson – 7. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Bjarni Kristjánsson. Hann er frá Siglufirði, fæddur 7. febrúar 1980 og á því 41 árs stórafmæli í dag. Bjarni er búsettur í Svíþjóð. Bjarni Kristjánsson – Innilega til hamingju með 41 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alda Demusdóttir, 7. febrúar 1948 (73 ára); Ragnheiður Kristjánsdóttir, 7. febrúar 1968 (53 ára); Geir Kristinn Aðalsteinsson, 7. febrúar 1975 (46 ára); Ólafur Hjörtur Ólafsson, GA, 7. febrúar 1979 (42 ára); Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (39 ára); Ellen Kristjánsdóttir, GL, (37 ára); Holly Clyburn, 7. febrúar 1991 (30 ára STÓRAFMÆLI); Anna Björnsdottir … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (6/2021)
Kylfingur nokkur slær fullkomið teighögg sem lendir á miðri brautinni. Þegar hann nálgast boltann sinn kemur kvenkylfingur af næstu braut við og ætlar að fara að slá boltann. „Fyrirgefðu,“ hrópar kylfingurinn upp yfir sig, „ekki snerta boltann minn!“ „Nei, þetta er boltinn minn!“ svarar konan ákveðið. „Taktu upp boltann og þú munt sjá nafnið mitt á honum!“ segir kylfingurinn alveg jafn ákveðinn. Konan tekur upp boltann, lítur á hann stuttlega og segir síðan forviða við manninn: „Hvernig gastu komið nafninu þínu á boltann minn?„
Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Steingrímsdóttir – 6. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Steingrímsdóttir. Þórunn er fædd 6. febrúar 1951 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Þórunnar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Þórunn Steingrímsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Braid, (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950); Þórunn Steingrímsdóttir, 6. febrúar 1951 (69 ára); Rúnar Garðarsson, 6. febrúar 1964, GÞH (56 ára); Alastair Kent, 6. febrúar 1970 (51 árs); Benn Barham, 6. febrúar 1976 (44 ára); Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (41 árs STÓRAFMÆLI!!!); spilaði á LPGA; Chris Lloyd, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: José Maria Olazábal – 5. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er José Maria Olazábal. Hann er fæddur 5. febrúar 1966 og því 55 ára í dag. Hann fæddist degi eftir að Real Golf Club de San Sebastian opnaði, þar sem hann býr í Hondarribia, Guipúzcoa á Spáni. Báðir foreldrar hans unnu á golfvellinum og 2 ára var hann farinn að slá golfbolta. Olazábal gerðist atvinnumaður í golfi 1985 og á í beltinu 30 sigra sem slíkur; þar af 23 á Evróputúrnum og 6 á PGA. Af þessum sigrum eru tveir risamótssigrar en Olazábal vann Masters mótið tvívegis; 1994 og 1999. Í seinni tíð er hann þekktari fyrir að vera fyrirliði í Rydernum, en hann stýrði liði Evrópu til Lesa meira
5 fengu styrk úr Forskoti
Fimm kylfingar hlutu styrki úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga vegna ársins 2021. Þetta eru þau: Bjarki Pétursson, GKG. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Haraldur Franklín Magnús, GR. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Styrktaraðilar auk GSÍ eru: Bláa Lónið, Eimskip, Icelandair Group,Íslandsbanki, Valitor og Vörður tryggingar. Þetta er 10. árið í röð sem styrkir eru veittir úr Forskoti. Á vefsíðu GSÍ segir m.a. um afrekssjóðinn Forskot: „Frá því að Forskot afrekssjóður var stofnaður árið 2012 hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til styrkþega um ráðstöfun styrkja og ber Lesa meira










