Afmæliskylfingar dagsins: Helmut Stolzenwald og Auðunn Atlason – 4. febrúar 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Helmut Stolzenwald og Auðunn Atlason. Helmut fæddist 4. febrúar 1901 og hefði því átt 120 ára afmæli í dag, en hann lést 5. febrúar 1958. Helmut Stolzenwad var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmut fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Vestmannaeyjum. Sonur hans er Rúdolf Stolzenwald. Auðunn Atlason er fæddur 4. febrúar 1971 og á því 50 ára stórafmæli. Komast má á facebook síðu Auðuns til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Auðunn Atlason 50 ára – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Carol Mann ———– 3. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Carol Mann. Carol var fædd 3. febrúar 1941 í Buffalo, New York, en lést 20. maí 2018. Hún hefði átt 80 ára merkisafmæli í dag. Carol komst á LPGA árið 1961 og sigraði þar í 38 mótum, þar af 2 risamótum. Hún er í 12. sæti yfir þá kvenkylfinga sem sigrað hafa oftast á LPGA; sú sem hefir sigrað oftast er Kathy Whitworth með 88 sigra (þar af 6 í risamótum). Carol byrjaði í golfi 9 ára og golfkennari hennar mestallan feril hennar var Manuel de la Torre. Sérstakt við Carol Mann var hversu hávaxin hún var, 1.9 m á hæð. Carol Mann var forseti LPGA á árunum Lesa meira
GV: Stækkun á klúbbhúsi fyrirhuguð
Á facebooksíðu GV laugardaginn sl. (þ.e. þann 30. janúar) birtist eftirfarandi færsla, þar sem greint er frá fyrirhugaðri stækkun á klúbbhúsi GV: „Ágætu kylfingar Stjórn GV samþykkti á fundi sínum í byrjun janúar að hefja vinnu við viðbyggingu á húsnæði klúbbsins. Verður byggt við neðri hæðina og hugmyndin er að golfhermar verði staðsettir þar ásamt geymslu fyrir golfbíla GV. Svæði fyrir skápa verður óbreytt en hugsanlega munum við fara í það að endurskipuleggja svæðið. Þá verður farið í að útbúa búningsherbergi fyrir konur og karla á efri hæðinni auk þess sem stefnt er að því að fjölga salernum. Stefnt er að því að hefja jarðvinnu í næstu viku. Við ætlum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jenny Sigurðardóttir. Hún er fædd 2. febrúar 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Jenny til hamingju með afmælið: Jenny Sigurðardóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru; Sigríður K Arndrésdóttir, 2. febrúar 1967 (54 ára); Þorgeir Pálsson, 2. febrúar 1968 (53 ára); Arron Matthew Oberholser, 2. febrúar 1975 (46 ára), Virginie Lagoutte-Clement, f. 2. febrúar 1979 (42 ára); MummDesign Mumm (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Gallerí Jenný, 2. febrúar 1985 (36 ára); Gísli Þór Þórðarson, 2. febrúar 1993 (28 ára) … og… Golf 1 óskar öllum Lesa meira
PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed, sem sigraði á Farmers Insurance Open, sem fram fór dagana 28.-31. janúar 2021. Mótið fór að venju fram á Torrey Pines, í San Diego, Kaliforníu. Sigurskor Reed var 14 undir pari, 274 högg (64 72 70 68) og var þetta 9. sigur hans á PGA Tour. Jafnir í 2. sæti, 5 höggum á eftir Reed, á samtals 9 undir pari, hver, voru þeir Viktor Hovland, Henrik Norlander, Tony Finau, Ryan Palmer og Xander Schauffele. Umdeilt atvik varð á 3. keppnisdag á 10. holu sem Reed var að spila en hann tók upp bolta sinn lýsti hann grafinn (embedded) og fékk dómara eftir á til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 29 ára afmæli í dag. Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 5 ár. Engu að síður er hún komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011 og 2012. Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, 2011. Hildur Kristín er Lesa meira
Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
Það var enski kylfingurinn Paul Casey sem stóð upp sem sigurvegari á Omega Dubai Desert Classic. Mótið fór fram dagana 28.-31. janúar 2021 í Emirates GC, Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sigurskor Casey var 17 undir pari, 271 högg (67 70 64 70). Hann átti heil 4 högg á Brandon Stone sem var í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Casey er fæddur 21. júlí 1977 og er því 43 ára. Þetta var 15. sigur hans á Evróputúrnum og 21. sigur hans í alþjóðlegum atvinnumannamótum. Sjá má lokastöðuna á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Justin Timberlake. Justin á afmæli 31. janúar 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Mótið með langa nafnið á PGA Tourbvar m.a. nefnt eftir Justin þ.e. Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open, en hefir breytt aftur um nafn því Justin er ekki lengur styrktaraðili þess. Justin tekur hins vegar enn þátt í fjölda Pro-Am móta fyrir góðgerðarmál og þykir af þotuliðinu í Hollywood einn frambærilegasti kylfingurinn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Heiðar Jóhannsson, GBB, 31. janúar 1955 (66 ára); Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (62 ára); Páll Heiðar (57 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (38 ára); Ásgrímur Jóhannesson Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (5/2021)
Kylfingur í spyr afgreiðslukonuna í Pro-Shop-inu: „Ertu með græna bolta?“ Konan leitar í hillunum, flettir í gegnum bæklingana, hringir í nokkra birgja og verður þá að viðurkenna: „Því miður nei.“ Pirraður fer kylfingurinn til dyra en sölukonan kallar á eftir honum:„ Af hverju þarftu græna bolta? Maðurinn: „Það er augljóst: Vegna þess að það er auðveldara að finna þá í sandinum!“
Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 65 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum og ekkert ósvipaður Bryson DeChambeau. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (66 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (53 ára); Lesa meira










